Skírnir - 01.01.1914, Síða 11
Svissarinn.
Eftir J. C. Hauch.
»Ég kveð þig gamla kona! óg fara hlyt þór frá
Til Frakkaveldis sjóla — svo d/rðlegt land hann á.
»Af gullnum kerum drekka hans hirðmenn vín aS vanda
og verSir hans iS sama, viS hallardyr er standa.
»Hann gull á bæSi og gersemar og gnægS af perlum fríSum,
ÞaS gefur hann þeim rekkum, er honum vinna í strí5um<í.
— »Æ, H u g i! ef gulls þú aflar á annarlegri fold,
ÞaS aura hnoss er fánytt sem hin svartasta mold —
»Hin svartasta mold undir sumargrænni lind1)
Og sjkviklát erlan, er flöktir yfir grind«.
— »Æ, móSir! erlan kvika, hún flögrar út og inn,
Hún elskar sína vængi og hatar frostól stinn.
»Og allir fuglar smáir, sem eygra um auSan geim,
Þeim enginn vísar leiSir og samt þeir rata heim«.
— Svo fór hann til Frakklands og fylkis trúr varS maSur,
Hann fullnóg hlaut gulliS, eti var þó sjaldan glaSur.
Á vetrum hann stundi, á vötnum ís er lá,
Og vængja til heimflugs hann óskaSi sór þá.
Oft horfir hann á sumrin, er hlýjum andar vind,
Svo hugsandi og hljóSur á sumargræna lind.
— »Heyr, lítil léttkvik erla ! ég leit þig víst eitt sinn,
Þar handan fyrir fjöllin og féll vel söngur þinn.
*) linditré