Skírnir - 01.01.1914, Síða 21
Dönsk barátta um andlegt frelsi.
i.
Arboe-Rasmussen heitir sá danskur prestur, sem mönn-
um hefir orðið tíðræddast um á síðastliðnu sumri. Biskupar
Danmerkur gengu á ráðstefnu 30. ágúst síðastl. og urðu
ásáttir um að höfða mál gegn honum fyrir villukenningar
— að einum biskupi undanteknum, sem var erlendis, þegar
ályktunín var gerð. Málið er nú fyrir dómstólunum.
Sakborningur er einkar vel lærður guðfræðingur. Hann
er einkum talinn lærisveinn Harnacks, hins heimsfræga
prófessors í guðfræði við Berlínarháskólann, og fylgir rann-
sóknar-stefnunni í guðfræðinni. I Norsku Kirkjublaði er
honum meðal annars lýst á þessa leið: »Hann er enn á
bezta aldri, og er óvenjulega hispurslaus, skýr og sann-
kær að upplagi. Hann er einn af færustu guðfræðingum
kirkju sinnar, hefir mikinn áhuga á vísindalegri guðfræði,
en jafnframt hefir hann sferkan hug á almennum velferð-
armálum mannanna«. Prestur er hann talinn góður með
afbrigðum, og sóknarbörn hans unna honum mikið. Eg
hefi séð rækilegt bréf um hann frá gáfaðri, mentaðri og
trúrækinni konu, sem verið hafði mörg ár sóknarbarn
hans. Fegurri vitnisburð geta fæstir prestar fengið en
þann, er hún bar honum. Og á umræðufundi, sem guð-
fræðingar í Kaupmannahöfn héldu út af máli Arboe-Ras-
mussens í haust, var því haldið fram — að því er virðist,
án þess að á rnóti væri mæ!t — að í raun og veru væri
hann eini presturinn í Danmörk, sem væri eins og prestar
ættu að vera. Biskuparnir hafa látið hafa eftir sér á