Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 35
Hvað er dauðinn?
Margir menn hafa á öllum öldum leitast við að gera
sér og öðrum grein fyrir hvað dauðinn værx í raun og
veru, og þá venjulegast frá trúfræðislegu sjónarmiði.
Til að milda dauðahugmyndina hafa skáldin oft og einatt
líkt honum við svefn, og svefninn á sér íslenzkt heiti:
dauðabróðir. Jafnvel Kristur kallaði dauðann svefn, er
hann sagði: »Stúlkan er ekki dauð, heldur sefur hún«.
Enda er það og í bezta samræmi við kenning kristinnar
kirkju að hugsa sér dauðann sem svefn — fyrir líkam-
ann, — því á dómsdegi á hann, samkvæmt kenning kirk-
junnar að rísa upp aftur og samtengjast sálunni. Þá eru
margir — bæði nú og fyr — er trúa því, að dauðinn sé
algjör dauði o: tortíming; að líkaminn leysist sundur í
frumefni sín — og eigi engrar upprisu von, og að sálin
— verði að engu, eða réttara sagt, að sálin — eins og
trúaðir menn hugsa sér hana — sé yfir höfuð ekki ann-
að en »reykur, bóla, vindaský«. Sjaldgæfari og djúpsærri
er hugmynd sú um dauðann, er kemur fram hjá hinni
frægu ensku skáldkonu, Charlottu Bronté, þar sem hún
segir »There is no room for death!« — Dauðinn kemst
hvergi fyrir. Og að þesari skoðun hallast ýmsir speking-
ar nútímans, þar á meðal skáldið og heimspekingurinn
Maurice Maeterlinck.
Til að geta gert sér ljósa grein fyrir, hvað dauðinn
sé, verður að rannsaka tvö atriði til hlítar, nefnilega 1)
sjálft andlátsaugnablikið, það að deyja, og 2) hvað tekur
við eftir dauðann, annað líf, og hvernig því sé varið, sé
það hugsanlegt.
3*