Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1914, Side 45

Skírnir - 01.01.1914, Side 45
Hvað er dauðinn? 45 Hann bendir á, að öll skynsemi, er ekki virðist geta breytt sér í sjálfsvitund, sé óskiljanleg í okkar augum, og að vér, þegar vér rekumst á hana, gefum henni ýms nöfn, er vér þó sjálfir ekki skiljum, að eins til að dylja sjálfa oss þess, hve skammsýnir vér erum. Hann bendir á, að í; eðli og lifnaðarháttum ýmsra dýra — einkum skordýra — komi í ljós vizka, sem er dýpri en svo, að vér fáum skilið hana. Liggur þá ekki beint við að spyrja, hvort þessi vizka, er víða kemur í ljós í heiminum, sé ekki sprottin af alheimsvitund — óendanlegri sjálfsvitund, eða ef svo er ekki, hvort hún hljóti þá ekki fyr eða síðar að skapa slíka vitund. — Þá er og sá möguleiki til, segir höf., að vort eigið ásigkomulag blindi augu vor. I voru eigin skammvinna lífi er nefnilega sjálfsvitund og skyn- semi æðstu eiginleikarnir, er vér þekkjum, og af því drög- um vér þá ályktun, að engin sú mynd lífsins sé til, þar sem skynsemi og sjálfsvitund séu ekki hinar æðstu eig- indir. Vel gæti þó verið, að þetta væru að eins lítilfjör- legar undirtyllur, þar sem allir möguleikar andlegra lífs- eiginda væru saman komnir. Höf. kemst að þeirri niðurstöðu, að framhald lífs eftir dauðann, er væri svift allri meðvitund, væri því að eins hugsanlegt, að engin alheimsvitund væri til. En slikt virðist honum með öllu óhugsandi. En undir eins og vér viðurkennum að alheimsvitund sé til, hljótum vér og sjálfir að eiga þátt í henni, og kom- um| þá að fjórða möguleikanum: lífi eftir dauðann með breyttri sjálfsvitund. Höf. þykist þess fullviss, að þannig verði lífi voru háttað eftir dauðann, og færir margar líkur til, auk þeirra helztu, er hér að framan eru taldar. Og hann þykist viss um, að þetta líf verði einskær hamingja og stöðug andans þroskun, annaðhvort sem einstaklings eða sem óaðskiljan- legs hluta af alheimsvitundinni. Vér ,verðum að hafa það hugfast, segir höf., að and- inn er að því leyti frábrugðinn líkamanum, að hann er ómót- tækilegur fyrir annað en hamingju. Andinn er skapaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.