Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 46
46
Hvað er dauðinn?
í þeim tilgangi, að hann njóti óendanlegrar sælu, og þessi
sæla er í því fólgín að öðlast þekking og vizku. Andinn
getur ekki hrygst af öðru en því einu, að finna sér tak-
mörk sett. En ef hann uppgötvar, að honum hafi verið
takmörk sett hér í lífi, þegar hann er kominn út yfir tak-
mörk tíma og rúms, þá uppgötvar hann um leið, að nú
er ekkert framar til hindrunar þroska hans. Hugsanlegt
væri, að andinn gæti fundið til hrygðar yfir bágindum
eftirlátinna ástvina, en um leið mundi hann þó gera sér
grein fyrir, hve skammvinn öll jarðnesk bágindi væru í
samanburði við hina eilifu gleði, og yrði þá hrygð hans
yfir þeim að engu.
Auðvitað er oss með öllu ómögulegt að gera oss ljósa
grein fyrir, hvernig alheimsvitundinni sé háttað, og getum
vér því ekki heldur vitað með vissu, hvernig lífi voru verði
varið eftir dauðann. En vér gætum þó reynt að venja oss á
að skoða dauðann eins og tegund af lífi — lífi, sem vér enn
eigi skiljum hvernig sé háttað. Ef oss tækist að venja
oss á að skoða andlát vort sem fæðingu til annars lífs, þá
mundi það verða örugg eftirvænting i stað ótta, er fylgdi
hugsunum vorum, er þær hvarfla í áttina til grafarinnar.
Og það er í alla staði rökrétt og í fylsta samræmi við alt
það, er skynsemi vor getur frætt oss um, að telja sjálfum
sér trú um, að gröfin sé engu ægilegri hvíldarstaður en
vagga vor. Og það er meira að segja hinn bezti kostur
lífsins, að það að lokum leiðir oss i dauðann. Því dauðinn
er sá eini þjóðvegur, er liggur inn i það ókunna en dá-
samlega -lífsins land, þar sem sorgir og þjáningar ekki
framar geta átt sér stað, af því vér höfum losnað við líf-
færi það, er þær allar stafa stafa frá, nefnil. líkamann.
I landið þar sem hið lakasta, er gæti beðið vor, væri
draumlaus eilífðar-svefn — eitt af því, er vér teljum hina
mestu blessun hér á jarðríki.
Höf. virðist, eins og áður er sagt, einstaklingsvitund
vor svo ófullkomin og lítilfjörleg, að honum þykir senni-
legast að vér missum hana, en öðlumst þó sælu á þann