Skírnir - 01.01.1914, Page 51
Hvar er Lögberg bið forna?
Eftir Finn Jónsson á Kjörseyri.
„Hver vann hér svo að með orku?'
Aldrei neinn svo vígi hlóð:
húinn er úr hála-storku
hergkastali frjálsri þjóð.
Drottins hönd þeim vörnum veldur
vittu harn! sú hönd er sterk;
gat ei nema guð og eldur
gjört svo dýrðlegt furðuverk11.
Jónas Eallgrímsson.
»Hinn forni alþingisstaður mun í augum flestra ís-
lendinga vera eins og nokkurs konar vígður reitur, því
svo má að orði kveða, að þar sé hvert einasta fótmál
helgað af endurminningum liðinna alda. Þó er sá einn
staður á Þingvelli, sem heíir fengið á sig alveg sérstakan
helgiblæ í meðvitund þjóðarinnar, það er Lögberg«.
Þannig er að orði komist um alþingisstaðinn við öxará
i »Gullöld íslendinga« (bls. 42), og er þetta snildarlega
sagt og hverju orði sannara.
I æsku minni heyrði eg menn oft minnast á Þingvöll
með eins konar lotningu. Létu þá sumir i ljósi óánægju
sína yflr því, að alþing var ekki endurreist á hinum forna
þingstað. Kendu þeir það Jóni Sigurðssyni ekki að orsaka-
lausu. Það þótti því merkilegur viðburður, þegar hestur,
er Jón reið ofan úr Almannagjá, datt niður dauður undir
honum hjá Snorrabúð, að sagt var; höfðu menn fyrir satt,
að Snorri goði, eða svipir annara fommanna hefðu viljað
gefa Jóni forseta alvarlega bendingu. Hvort þessi saga
4*