Skírnir - 01.01.1914, Side 52
52
Hvar er Lögberg hið forna?
um hestinn sé sönn, skal eg ekkert um segja, því engan
heyrði eg segja frá því, sem var þar viðstaddur.
Þá var margt, er benti á forna frægð alþingis, eins
og reyndar enn, og munu sögurnar hafa mest haldið
þeirri minningu vakandi hjá þjóðinni, einkum Njála, sem
óhætt er að segja að á mörgum stöðum var nálega árlega
lesin á kvöldvökunum fyrir heimilisfólkinu; og þá spiltu
ekki til snillyrðin í hinum fögru kvæðum Jónasar Hall-
grímssonar, »Fanna skautar faldi háum«, »Þú stóðst á
tindi Heklu hám« og »ísland farsældar frón« o. fl., sem
heita mátti að væru á hvers manns vörum, og oftast var
byrjað á að syngja í samkvæmum ásamt »Eldgamla Isa-
fold«. Eg man það þegar gömlu mennirnir fóru í tví-
söng í kvæðinu »ísland farsældar frón«, með hve mikilli
tilfinningu þeir sungu: »Þar stóð hann Þorgeir á þingi, er
við trúnni var tekið af lýði«. Það leyndi sér ekki, að
menn álitu það hina merkustu og helgustu athöfn, sem
fram hefði farið á alþingi þegar kristnin var í lög leidd á
Lögbergi, og það mun ekki sízt hafa stutt að Lögbergs-
helginni, að eg hygg. A þeim árum hefði það þótt ótrú-
legt, ef sagt hefði verið að eftir nokkur ár gætu menn
ekki sagt með vissu hvar Lögberg væri. Þó er nú svo
komið, og getur það tæplega aukið virðingu þjóðrækinnar
og sagnrikrar þjóðar.
Það vakti undrun margra þegar dr. G-uðbrandur Vig-
fússon kom með þá skoðun að hið forna Lögberg hefði
verið á eystra barmi Almannagjáar norður frá Snorrabúð.
Svo kom merkur vísindamaður útlendur, dr. Kr. Kálund,
er félst á þá skoðun Guðbrandar. Þó munu færri hafa
trúað því, að hið forna Lögberg hefði verið fyrir vestan
öxará, einkum eftir það að Sigurður fornfræðingur Vig-
fússon, bróðir G-uðbrandar, hafði nákvæmlega rannsakað
hinn forna þingstað við öxará, og komist á gagnstæða
skoðun við þá bróður sinn og Kálund, hvað snertir legu
Lögbergs, og hélt því eindregið fram, að Lögberg væri