Skírnir - 01.01.1914, Side 55
Hvax er Lögberg hið forna?
55
aé ekki að neita, að Sigurður hafi að sumu leyti réttara
fyrir sér en þeir Giuðbrandur og Kálund. Sigurður hafi
sýnt það, að Grágás eigi við dagsmark þar sem hún segir
að dómar skuli út fara »eigi síðar en sól kemur á gjá-
bakka hinn hærra frá lögbergi úr lögsögumanns rúmi að
sjá«. — »Ef að hér væri að ræða um skin sólarinnar fram-
an á vestri barm Almannagjáar«, segir Olsen, »eins og
Kálund hefir ætlað, þá væri viðbótin »úr lögsögumanns
rúmi að sjá« alveg óþörf, því að þetta sést á sama auga-
bragði, hvar sem sjáandinn stendur, frá öllum þeim stöð-
um, sem gjábakkinn blasir við*1).
Einnig telur Olsen það vafalaust, að Sigurður Vigfús-
son hafi rétt að mæla, þar sem hann haldi að um dags-
mark sé að ræða2), þar sem í Grágás 24. k. er komist
*) Grerman. Abhandl., bls. 138.
2) Þess væri óskandi að menn vildu sem flestir kynna sér það sem
Sigurður Vigfússon hefir skrifað um rannsókn sína á, hinum forna al-
þingisstað i Árbók Fornleifafélagsins 1880—1881. Þvi hvað sem um
Lögberg er að segja, þá er þar svo mikill fróðleikur um alþingisstaðinn
og 2 myndablöð til skýringar, er allir ættu að hafa með sér sem skoða
Þingvöll.
Fyrir þá sem ekki hafa Árbók Forleifafélagsins 1888—1892, þá
vildi eg tilfæra hér neðanmálsgrein eftir Sigurð á 20. bls. í Arbókinni,
sem prentuð var eftir fráfall Sigurðar, þvi það mun vera með þvi síð-
asta er hann hefir ritað um Lögberg og hljóðar greinin þannig:
„Af því bæði hér og á þeim eftirfylgjandi stað, er talað um virki
-Orms Svínfellings, skal eg geta þess, að þetta stórkostlega mannvirki,
hefir hvergi annarsstaðar getað verið á Þingvelli, enn að það hafi verið
sú mikla hleðsla á gjábarminum, þar sem þeir prófessor Guðbrandur
bróðir minn og dr. Kr. Kálund hafa haldið, að hið foma Lögberg hafi
verið (sjá Árb. fornleifaf. 1880 og 1881, bls. 14—17, shr. og „Uppdrátt
af Almannagjá og alþingisstaðnum upp á Völluna neðri, eins og það
litur út frá Lögbergi1*, sjá og „alþingisstaðinn á Þingvelli11 (uppdráttr)
hvorttveggja aftan við þá Árb.), en eftir því hefði þá bjarg lag-
a n n a átt að vera á moldarbing, því þótt maðr leiti með loganda ljósi,
,eins og komist er að orði, á öllum alþingisstaðnum, þá finnr maðr nú
hvergi annarsstaðar vott af þessu stórkostlega varaarvirki Orms, sem
rúmaði um 5 hundruð manna stór eða meira. Þótt menn nú vildu segja,
að hleðsla þessi væri frá enn yngra tima enn hér ræðir um, þá hjálpar
slikt ekki, af þeim ástæðum, sem á þeim áðrgreinda stað eru teknar