Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1914, Page 59

Skírnir - 01.01.1914, Page 59
Hvar er Lögberg hið forna? 59 Ef það þætti sennilegt, sem margt sýnist mæla með, að dómar hefðu farið út um nón, þá er ekkert efamál, að hið forna Lögberg er þar sem sagt hefir verið, á milli gjánna norður frá Þingvallatúni, því að þaðan að sjá er nón um Nónþúfu. Það mun mega telja það víst, að á Lögbergi hafi verið lík eða sama tilhögun og í Lögréttu, að þar hafi verið að minsta kosti þrísettir bekkir eða pallar til að sitja á, fyrir alla goða, dómendur og þá aðra, er lögsögumaður leyfði, og kom ekkert fram við rannsókn Sigurðar Vigfús- sonar á Lögbergi, er komi í bága við þá skoðun. Hring- myndaða mannvirkið þar sýnist hafa verið, eftir lýsing- unni, nægilega stórt til þess (um 30 álnir að þvermáli). Svo mætti hugsa sér að Lögsögumanns rúm eða sæti hefði verið upp við brún yzta hringsins að austanverðu, austur undir Nikulásargjá. Þá gat lögsögumaður séð hér um bil yfir alla sem voru á Lögbergi, og fjölmennið, sem líklega hefir verið mest fyrir vestan Flosagjá undan mannvirkinu og Lögsögumannshól, því þar er hentugt pláss fyrir margt fólk að sitja og standa, eftir sögn Sigurðar Vigfússonar. Það er ekki óhugsandi að Lögréttan hafi einhvern tíma verið á Lögbergi eftir að landið komst undir konungs- stjórn, en að mannvirkið, (sem líklega hefir verið kallað Lögberg), hafi verið í fyrstunni gert í þeim tilgangi, mun vera eitt af því sem ekki er hægt að fullyrða. Rannsókn Sigurðar bendir fremur á að mannvirkið geti verið eldra. Þótt Lögréttan hafi verið á Lögbergi, þá er ólíklegt að Lög- bergs og Lögsögumannshóls nöfnin hefðu myndast. Það sýnist liggja nær að Lögréttu og Lögmannshóls nöfn hefðu orðið föst við þennan stað. Og þá er það ekki vel skil- janlegt, að hinn helgi merkisstaður hjá Snorrabúð hefði alveg gleymst og fengið fjórðungsdóms nafn og engin munnmæli um það, að þar hefði verið Lögberg. Hefði staðurinn verið uppi á öræfum, þá væri það skiljanlegra. En á þessum stað, þar sem merkustu menn landsins söfn- uðust saman að heita mátti á hverju ári, og dvöldu á al- þingi lengri og skemri tíma, til aldamótanna 1800. Þar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.