Skírnir - 01.01.1914, Page 63
Hvar er Lögberg hið foma? 69
nokkuð afskektur, og er því ólíklegra, að Lögberg hafl
verið þar, enn á gjábarminum eistra flrir norðan Snorra-
búð, sem liggur í miðjum búðakransinum firir vestan
ána. Enn fremur heirðist hvergi eins vel það sem talað-
er, eins og ef mælandinn stendur uppi á gjábarminum
eistra . . .«!). Eg hefi leyft mér að tilfæra þennan og
fleiri kafla úr ritgerð Olsens, svo að þeir, sem ekki eiga
kost á að sjá ritgerð hans, geti að nokkru leyti séð hvað
helzt skilur skoðanirnar.
Það að gamla Lögberg, norður af Þingvallatúni, heflr
verið nokkuð afskekt og umgirt á allar hliðar nema inn-
gangurinn má hiklaust telja stóran kost. Ef fornmenn
hafa álitið Lögberg helgan stað, um þingtímann, í líkingu
við það sem Þórólfur Mostrarskegg skoðaði Þórsnes, þá
hlaut þessi staður af öllum stöðum á Þingvelli að vera
sá hentugasti, og þegar Grímur geitskór komst að þeirri
niðurstöðu, að Þingvöllur væri bezt valinn staður á Islandi
fyrir alþjóðarþing, þá er ekki ólíklegt, að þegar hann
skoðaði Lögberg, sem náttúran hafði víggirt, að lík hugsun
hafi flogið i hug hans og Jónasi Hallgrímssyni, er hann
kvað:
„Svo er treyst með ógn og afli
alþjóð minni helgað bjarg“.
Að hægt hafi verið að verja Lögberg fyrir aðsókn manna,
má marka af því, þegar þar var dómur settur, er Hrafn-
kell Freysgoði var dæmdur, og hann komst hvergi nærri
og gat ekki heyrt hvað talað var á Lögbergi2). Það eru
að eins tvö dæmi lik þessu: þegar Þorgils Oddason var
dæmdur sekur hjá Byrgisbúð3) og Hjalti Skeggjason á
öxarárbrú4). Um þingtímann gat lögsögumaður með hægu
móti gætt helgi Lögbergs, með því að verja það fyrir
umferð og átroðningi þeirra er áttu ekki erindi þangað
eða hann leyfði að kæmu þar. Þar sem á hinum staðn-
‘) German. Abhandl. bls. 142—143.
*) Hrafnkelssaga 11. k.
8) Stnrlunga 1. þ. 18. k.
*) Saga Olafs kgs. Tryggvasonar 217. k.