Skírnir - 01.01.1914, Page 65
Hvar er Lögberg hið forna?
65
Lögbergi1). Að það heyrist lengra, sem talað er á eystri
gjábarminum hjá Snorrabúð en frá gamla Lögbergi, er
sennilegt, ef þá bergmálið frá vestri barminum glepur
ekki svo fyrir að orðaskil heyrist ógreinilega. Það mun
líka heyrast allvel frá gamla Lögbergi, þar sem vestri
brún þess er 5 álnum hærri undan Lögsögumannshól en
vestri barmur á Flosagjá. Því þar niður undan hefir lík-
lega fjölmennast verið.
Það telur Olsen hér um bil víst, að full sönnun fyrir
því, að Lögberg hafi verið fyrir austan öxará fáist af
nokkrum stöðum í Sturlungu2). Fyrsti staðurinn, sem á
nð sanna það, er i Sturlungu 2. þ. 34. k. og hljóðar svo
í þeini Sturlungu, sem eg hefi við hendina, en Bókmenta-
félagið gaf út 1817, og sem þeir bjuggn til prentunar
Bjarni Thorsteinsson amtmaður, dr. Sveinbjörn Egilsson
og fleiri góðir menn: »ok einn dag er menn komu
fjölmennir til lögbergis, þá gekk Sturla
fram. Þat var opt háttr hans at setia á
langar tölur um málefni sín, enmaðurin
var bædi vitr ok tungumiúkr«. Þannig er það
í eldri handritum, og þar á meðal í því eizta og bezta
skínnhandriti, sem til er af Sturlungu, að sögn Olsens.
Aftur á móti ber handriti, er síra Eyjólfur Jónsson á Völl-
um í Svarfaðardal (1705—1745) hefir skrifað, og líkiega
fleiri yngri handritum, ekki saman við eldri handritin,
og er orðamunurinn hér mikill. Handrit síra Eyjólfs
bætir inn í og breytir orðum. Eftir því handriti verða
hin tilfærðu orð þannig: »ok einn dag er menn komu
fjölmennir til lögbergis, þá gekk Sturla fram [á virkit
fyrir bud sína.] Þat var opt háttr hans at [giöra] langar
tölur um [málagiördir sinar ok leiddist mönnum opt til at
‘) Olafur konungur helgi gaf „mikla“ klukku til Þingvalla og
Haraldur konungur bróðir hans aðra (Fornm.sögur 4 B. 279. b!s. og 6 B,
266. bls. Líkur eru til að þær hafi verið á Klukkuhól í Þingvallatúni
og verið notaðar fyrir þingið. Jóns lagabók nefnir „mikla“ klukku, sem
hringt sé þegar menn eiga að ganga til Lögréttu (Þingfarahálk 3. kap.).
!) German. Abhandl., bls. 143.
5