Skírnir - 01.01.1914, Síða 68
■68
Hvar er Lögberg hið forna?
ur, hafi hann tekið í útgáfu sína orðin: »á virkið fyrir
búð sina«, sem búast má við1). Þá hefir hann hér verið
samkvæmur sjálfum sér, að taka handrit síra Eyjólfs gilt
í báðum tilfellum. Með því líka að hafi búðin verið, er
sumir hafa ætlað, vestan við ána niður undan búð Snorra
goða, og upp undan lögréttunni i öxarárhólma, þá hefði
það verið rangmæli að segja upp frá Lögbergi, hefði það
verið uppi á gjábarmi. Reyndar vill Olsen gera það
skiljanlegt með því að halda því fram, að hér sé miðað
við meginstefnu öxarár, frá fjöru til fjalls. Þar sem hér
að framan er talað um Byrgisbúð, er tilfært úr Sturlungu
5. þ. 7. k., er sýnir, að þeir hafa miðað austur og vestur
við meginstefnu vallanna og Almannagjáar. Engum nú-
tímamanni, sem væri við öxará, alt norður að Drekk-
ingarhyl, mundi koma til hugar að segja »niður« eða
»ofan á gjábakka« hjá Snorrabúð, og ólíklegt að forn-
menn hefðu talað svo. Það sýnast því meiri líkur vera
til þess, að upp frá Lögréttu sé réttara, eins og þeir hafa
álitið, sem sáu um útgáfu Sturlungu 1817, og svo dr. Guð-
brandur Vigfússon. Hér er um misritun að ræða, sem
ekki er hægt að segja neitt um með neinni vissu. Það
eru að eins líkur til að ritvilla sé í eldri handritunum, en
ekki mögulegt að fullyrða það. Þessi staður í Sturlungu
sýnist ekki færa fullgilda sönnun fyrir því, að Lögberg
hafi verið fyrir vestan öxará, fremur en sá fyrri.
Þriðji staðurinn, er á að styðja þá hugmynd, að Lög-
berg hafi verið á Almannagjár barminum, er í 5. þ. 7. k.
Sturlungu. Þess verður að geta, að missætti var með
þeim Sturlusonum, svo að sínum megin árinnar voru
hvorir. Sighvatur og Sturla sonur hans voru í Hlaðbúð,
en Snorri og Þórður bróðir hans voru fyrir austan á, lík-
lega í Valhöll, búð Snorra. í Sturlungu er svo sagt:
»Snorri tók ámusótt um þingit ok mátti hann ekki gánga,
en Sturla reið til kyrkju ok stódu öll spiót úti vid búdar-
veggi. Þeir Sighvatur létu lýsa hernaðar sakir at lög-
‘) Eg hefi ekki útgáfu Gnðbrandar við hendina.