Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1914, Page 70

Skírnir - 01.01.1914, Page 70
70 Hvar er Lögberg hið forna? menn sína þangað til þess undir vopn þeirra Sighvats, því kís hann heldur að segja upp sektina austan árinnar í Lögrjettu, þó að það væri ekki lögmætt. Ef Lögberg aftur á móti er firir austan ána á hraunrimanum milli gjánna, þá er þetta alveg óskiljanlegt. Þá verður ekki sjeð, að Snorra hafi getað gengið neitt til að breita frá lögunum, þar sem Lögberg þá hefði verið á valdi hans, og hinsvegar gat það þá verið hættulegt firir Sighvat og hans menn að fllgja ákvæðum laganna og lísa hernaðar- sakirnar að Lögbergi, því þá hefði hann orðið að fara ifir ána til þess í hendur fjandmanna sinna*1). Þetta sýnist vera misskilningur, nema flestir af þing- heimi, sem voru fyrir austan ána hafi fylgt Snorra að málum, sem þó hvergi er getið. Þvi eftir staðháttum að dæma, gat Snorri ekki að öðrum kosti haft Lögberg á valdi sínu fremur en þeir sem voru í Hlaðbúð, ef þvi er slegið föstu, að Snorri hafi þá verið í Valhöll, og hún þar sem sagt hefir verið, norður hjá eða fyrir norðan kastal- ana. Þó farið hefði verið frá Hlaðbúð suður á brúna, sem þá var á öxará, (að menn hafa ætlað, vestur frá Þingvalla bæ eða kirkjunni), þá var það skemmri leið, að innganginum á Lögberg, en norðan frá Kastölum, og hér um bil hálfu styttri leið, ef farið hefði verið frá Hlað- búð, beint yfir hólmana að innganginum á Lögberg. Það er því vel skiljanlegt, hvers vegna Snorri hefir eigi árætt að senda son sinn með fiokkinn suður á Lögberg Þótt áhættuminna að láta hann skreppa í Lögréttuna, sem ekki hefir verið nema rúmur fjórði hluti af leiðinni suður á Lögbergssporð, að innganginum á Lögberg, hafi Lög- réttan þá verið á völlunum, þar sem sagt hefir verið. Þetta geta allir séð, sem koma á Þingvöll og gæta nokk- uð að staðháttum þar. Það er örðugt að geta séð það að þessi þriðji staður í Sturlungu bendi á það, að Lögberg hafi verið fyrir vestan öxará. *) Grerman. Abhandl bls. 146.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.