Skírnir - 01.01.1914, Page 70
70
Hvar er Lögberg hið forna?
menn sína þangað til þess undir vopn þeirra Sighvats,
því kís hann heldur að segja upp sektina austan árinnar
í Lögrjettu, þó að það væri ekki lögmætt. Ef Lögberg
aftur á móti er firir austan ána á hraunrimanum milli
gjánna, þá er þetta alveg óskiljanlegt. Þá verður ekki
sjeð, að Snorra hafi getað gengið neitt til að breita frá
lögunum, þar sem Lögberg þá hefði verið á valdi hans,
og hinsvegar gat það þá verið hættulegt firir Sighvat og
hans menn að fllgja ákvæðum laganna og lísa hernaðar-
sakirnar að Lögbergi, því þá hefði hann orðið að fara ifir
ána til þess í hendur fjandmanna sinna*1).
Þetta sýnist vera misskilningur, nema flestir af þing-
heimi, sem voru fyrir austan ána hafi fylgt Snorra að
málum, sem þó hvergi er getið. Þvi eftir staðháttum að
dæma, gat Snorri ekki að öðrum kosti haft Lögberg á
valdi sínu fremur en þeir sem voru í Hlaðbúð, ef þvi er
slegið föstu, að Snorri hafi þá verið í Valhöll, og hún þar
sem sagt hefir verið, norður hjá eða fyrir norðan kastal-
ana. Þó farið hefði verið frá Hlaðbúð suður á brúna,
sem þá var á öxará, (að menn hafa ætlað, vestur frá
Þingvalla bæ eða kirkjunni), þá var það skemmri leið,
að innganginum á Lögberg, en norðan frá Kastölum, og
hér um bil hálfu styttri leið, ef farið hefði verið frá Hlað-
búð, beint yfir hólmana að innganginum á Lögberg. Það
er því vel skiljanlegt, hvers vegna Snorri hefir eigi árætt
að senda son sinn með fiokkinn suður á Lögberg Þótt
áhættuminna að láta hann skreppa í Lögréttuna, sem
ekki hefir verið nema rúmur fjórði hluti af leiðinni suður
á Lögbergssporð, að innganginum á Lögberg, hafi Lög-
réttan þá verið á völlunum, þar sem sagt hefir verið.
Þetta geta allir séð, sem koma á Þingvöll og gæta nokk-
uð að staðháttum þar. Það er örðugt að geta séð það að
þessi þriðji staður í Sturlungu bendi á það, að Lögberg
hafi verið fyrir vestan öxará.
*) Grerman. Abhandl bls. 146.