Skírnir - 01.01.1914, Page 73
Útsýn.
(Ungmennafélagserindi).
Og annan dreymdi þar afarhá fjöll
og útsýn af gnæfandi tindum;
en hinn dreymi skóghelti’ og skinandi völP
og skjól fyrir öllum vindum.
E. H.
Erindi þetta er úr kvæði eftir Einar skáld Hjörleifs-
son. Þar segir frá vinum tveimur, er unnust svo, að þeir
máttu aldrei hvor af öðrum líta. Svo var það eitt sinn,
að þá dreymdi báða: »um eitt Ijómandi land, er var lengst
úti i reginsævi«.
En þar skilur líka með þeim. Annar kvað þar vera
iðgræna völlu, lygnar elfur og skuggasæla lundi. Hinn
sá þar hrynjandi fossa, gnæfandi tinda og útsýni mikið
og frítt.
Hvor hélt sinni skoðun og vináttunni sleit, á því
endar sagan þeirra.
Þó lifa vinirnir þessir, enn þann dag í dag. Ekki
sem sérstæðir einstaklingar, því það hafa þeir aldrei verið,
heldur ríkjandi stefnur, lífsskoðanir. Annar er persónu-
gervi þess anda, sem dáir þau sporin er sléttast liggja og
greiðfærust eru, sem æskir skugganna strax og birta fer
og forsælunnar þegar er hlýna tekur, sem lýtur makræð-
inu og tignar það. En hinn er ímynd framsóknar-
innar, sem ægir hvorki straumþunginn né brattinn sem
i móti legst, sem ann örðugleikunum af því að þeir eiga
öflugasta hönd til þess að strjúka svefnþorninn af lífsþrótt
manna og viljaþreki, sem þráir tindinn og útsýnið.