Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 75
75
Útsýn.
litum og lérefti, að aldrei fyrnast, hjuggu þær úr steini
eða mótuðu þær í málma. Aðrir kváðu ljóð svo þrungin
andagift, að kreddufesta og bölsýni féllu eins og álaga-
hamir af hugum manna og augu þeirra opnuðust fyrir
meira gildi, sannari kjarna í lífi þeirra sjálfra, en áður
hafði þá órað fyrir. Sumir leiddu fram á sviðið ný öfl
úr skauti náttúrunnar, sönnuðu nothæfi þeirra og gerðu
þau að reglulegum Aladínslömpum í höndum þjóðanna.
Og enn aðrir töluðu svo ljóst og svo snjalt, eða brugðu
vopnum af svo mikilli fimi og hreysti fyrir veg fóstur-
jarðarinnar og gengi, að jafnvel andlega blindir og áhuga-
snauðir niðjar hennar, fengu sýn og löngun til starfa.
Hverjum kotkarli varð það alt í einu ljóst, að málefnið
sem um var að ræða, hlaut að skifta hann einhverju. Að
hann sjálfur og nágranni hans, áttu þá eitthvað sameigin-
legt, sem báðum hlaut að vera jafnhugleikið að varðveita,
Að eins eitt fyllir hugina, þetta: Vér viljum allir. En
hver sem lyftir af stað slíkri öldu sameiginlegs áhuga,
meðal þjóðar sinnar, hann hefir fundið þann Aríadne
hnykil er óskeikult beinir leið til frelsis hennar og sjálf-
stæðis.
Þessir frumherjar þjóðanna og öndvegishöldar eru:
listamennirnir, vísindamennirnir, stjórnmálaskörungarnir
og skáldin þeirra.
Það eru mennirnir, sem átt hafa draumalöndin feg-
urstu, þau er úti liggja á reginsævi mannsandans og þá
vinina dreymdi.
Eg sagði áðan að við byggjum í landnámi þessara
máttarstólpa menningarinnar. Við það megum vér vel
una. Það rýrir ekki gildi vort þótt vér sækjum til
annara, það er oss sjálfum er varnað. Hitt er meiri
vansi, ef vér látum undir höfuð leggjast, að kynnast svo
miklu, sem oss framast er unt, af því sem bezt hefir verið
sagt og gert, á liðnum öldum og yfirstandandi tíma. Ef
vér látum undir höfuð leggjast, að eignast ákveðnar skoð-
anir um það, sem hefir gerst og er að gerast umhverfis
oss í heiminum. Ef vér unnum engu öðru framar, höfum