Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 76
76 Utsýn.
allar leiðir jafnkærar og geram oss enga grein þess, hvert
stefna skuli.
I stuttu máli: Vér þurfum að eignast land, drauma-,
vona- og óska-land, sem ávalt liggi framundan og blasi
við augum vorum í útsæ ókomins tíma. Það land verður
að geyma öll þau hnoss mannvits og göfugleika, er oss
hafa fegurst virzt í fari annara. Þrá vor verður þá sú, að
eignast s j á 1 f i r sem mest af þessum hnossum, að verða
sem beztir og nýtastir menn, og stefnan, að ná landinu.
Fósturjörðin, sem okkur hefir alið, er heimkynni öfga
og andstæða, helkaldra jökla og brennandi báls. Vér,
þjóðin hennar, verðum þá einnig að sameina í lund vorri
þessi einkenni, til þess að vera makleg börn slíkrar móð-
ur. Áhugi vor verður að brenna sem eldur, en andblæstri
öllum að mæta karlmannleg, ísköld ró.
En við verðum aldrei hvorki heit eða köld gagnvart
hlutunum, nema því að eins, að þeir séu oss annað tveggja
ástfólgnir eða ógeðfeldir, annað tveggja heimilisfastir á
draumalandinu okkar eða útlagir þaðan. Og sé það ekk-
ert til, er okkur sama um alt.
Eg mintist á ætterni okkar. Samkvæmt því hljótum
við að vera hæf til búsetu á landri djarfra, drengilegra
hugsjóna, til þroskafulls, nytsams lífs.
Hvað skortir þá til þess að svo verði?
Utsýn, andlega útsýn.
Við erum meðalmenn. Þess vegna erum við ekki
einfær um að skapa þær hugsjónir, mynda þær skoðanir,
er fái lyft lífsstarfi voru yfir smávægi hversdagsleikans.
Til þess þurfum vér leiðsagnar við, leiðsagnar þeirra, er
fái opnað oss sýn yfir andlega umliverfið, fjær og nær.
Það er eini vegurinn tii þess að við getum nokkurntíma
orðið fær um að rata sjálf.
En þetta finst mér að öllum þorra manna dyljist of
mjög, þess vegna ætla eg að minnast á það nokkru gjör.
Fyr á öldum var leiðarsteinninn óþektur. Menn hættu
sér þá aðeins skamt á haf út og lentu samt í villur og