Skírnir - 01.01.1914, Síða 80
En að eins í svip.
Oss virðist sem vitum bregði fyrir í fjarska, og það
birtir.
Vitarnir eru menn, bara menn, en það er svona bjart
um þá af kærleika og þakklátsemi kynslóðanna, sem eftir
þá hafa lifað og notið starfs þeirra.
Tvö ungmenni snarast fram á sviðið, upplitsdjörf og
mikilúðleg. Það eru elskhugar íslenzku drotningar. Þeir
eru menn skygnir og sjá þegar tign hennar gegn um
álagahaminn og umskiftingsgerfi þjóðarinnar. Þeir drepa
hendi við tötrunum, bæturnar aðfengnu hrynja af og undir
er línið upprunalega, bjart og blettlaust. Þeir hirta þjóð-
ina í ræðu og riti, en þess þarf með við alla umskiftinga,
eins og kunnugt er. Mikill hluti þeirra, er á hlýddu,
fundu Islendingseðli sitt og þjóðernismeðvitund þegar í
stað, margir hafa fundið þá kjörgripi síðan, en — sorg-
legt en þó satt — fjöldi manna eru á þessu sviði um-
skiftingar enn.
Lengra þarf ekki að rekja þessar hugleiðingar um
tunguna. Vér erum hér komin að því, sem er hlutverk
vor sjálfra í þessu efni, en það er, að fylgja svo vel sem
oss er unt, dæmi þeirra Eggerts og Jónasar í því, að
kynna oss svo vel móðurmálið, sýna því svo mikla rækt,
að oss auðnist að skila því til eftirkomendanna hreinna
og fegurra en oss var fengið það í hendur.
Hvað þá um söguna?
Alt það sama svo að segja. Saga tungunnar er saga
þjóðarinnar.
Landið var fagurt og frítt og í því bygði frelsi og
manndáð. En hnignunin kom, frelsið fiýði og manndáðin
þvarr. Landið varð selstöð útlendra valdhafa og íbúarnir
skósveinar þeirra. Yfir öllu lífi þjóðarinnar, andlegu og
verklegu, grúfði nótt, koldimm og köld nótt.
En aftur bregður upp vitum í dimmunni. Aftur koma
fram menn, sem strax verður ljóst hvar komið er, hvað
gera þarf. Og þeir tala, ’rita og starfa af óþreytandí elju.
»Vita ekki börn landsins«, spyrja þeir, »að þau hafa aldrei