Skírnir - 01.01.1914, Síða 84
Hæð íslendinga.
Mælingar á hæð okkar íslendinga munu mjög óvíða hafa veriS
gerSar í stórum stíl, og því síSur hefir nokkuð verið um það ritað,
svo aS viS erum mjög ófróðir um, hve stórir menn við erum til
jafnaðar að líkamsvexti.
Guðmundur prófessor Hannesson f Reykjavík hefir allmikið
fengist við mælingar á hæð barna og unglinga hin síðustu ár, og
Pálmi Pálsson kennari viS Mentaskólann í Reykjavík, hefir mælt
nemendur skólans á hverju hausti frá því haustiS 1901. Á bænda-
námsskeiðinu á Hvanneyri síðastliSinn vetur mældi eg 111 karl-
menn á ýmsum aldri, frá 16 ára alt aS 71 árs. Pálmi Pálsson
hefir góðfúslega léS mér mælingar sínar til þess að gera úr þeim
stuttan útdrátt. Hefir mér fundist rétt að birta niðurstöðu þess-
ara mælinga og jafnframt mínar eigin mælingar, því aS þó að mæl-
ingarnar sóu svo fáar, að meðalhæðin á ýmsum aldri verSi mjög
ónákvæm, þá ættu þær þó að geta orðið viðbót við þær mæling-
ar, er síSar kunna aS verða gerSar, og ef til vill upphvatning fyrir
einhverja að takast samskonar mælingar á hendur.
Af nemendum Mentaskólans hafa verið mældir nær 420 náms-
sveinar og 28 námsmeyjar frá því 1901 til 1912. Allir eru mældir
á sokkunum og eru menn látnir standa sem beinastir upp við
mælistöng. Andlitinu er haldiS lóðréttu og ofan við höfuSiS er svo
haldiS horni (vinkli), sem rent er niður stöngina, þar til það nem-
ur við höfuðið. Lesið er á stöngina við neðri brún hornsins og
málln tekin í hálfum sentímetrum.
Af þessum nær 420 námssveinum Mentaskólans eru til 1046