Skírnir - 01.01.1914, Side 89
Ritfregnir.
Réttarstaða íslands ettir Einar Arnórsson prófessor juris við'
Háskólann í Reykjavík. Rvk. 1913.
Síðan Jón Sigurðsson féll frá hefir fátt nýtilegt veriö ritaS, að
minsta kosti á vora tungu, um róttarstöSu landsins. Þó hófum vór
endalaust veriS aS ræða þetta mál. ÞaS hefir skift stjórnmálaflokk-
um, það hefir rignt niður þingræðum, flugritum og blaðagreinum
um þaS, en annaShvort hefir þetta veriS einföld endurtekning á
kenningum Jóns Sigurðssonar eða einhverskonar þvættingur til þess
að bera 1 bætifláka fyrir einhverja villukenningu stjórnmálamann-
anna. Enginn hefir oiSið til þess að rannsaka máliS á n/ frá rót-
um og athuga, hvort kenningar J. S. væru allskostar á góðum-
grundvelli bygðar. Enginn hefir haft ötulleik og mannrænu til
þessa. Það var svo miklu auðveldara og vaudaminna að gaspra
eitthvað á fundum eða skrifa einhverjar lóttmetis blaðagreinar um
þetta efni.
Nokkur afsökun er það, ef til vill, að kenningar J. S. hafa til
skamms tíma ekki mætt neinum rökstuddum mótmælum svo telj-
andi séu, því lítt er mark á því takandi, þó konungur og danska
stjórnin skírskoti sí og æ til »ríkisheildarinnar« meðan hvorugt
getur gert grein fyrir þvf, að slík ríkisheild só til eða hafi verið
til. Fyrir hálfri öld síðan tóku Danir sig til og ætluðu að sýna
oss það svart á hvítu, að ríkið væri eitt og ísland blátt áfram
innlimaður hluti danska ríkisins. Þá hafði próf. L a r s e n orð fyrir
þeim. Hann mætti þá Jóni Sigurðssyni og fór hina verstu för.
Ef J. S. hefði þá hvergi verið er hætt við, að oss hefði orðið svara-
fátt og saga vor öll önnur.
Þegar konungur hafði afráðið tnillilandanefndina 1907 og hún
átti að taka til starfa skömmu síðar, var Dönum nauöugur einn
kostur að gera einhverja grein fyrir þessum ríkisheildar og innlim-
unarkreddum sínum. Þetta var vissulega ekki vandalaust verkr