Skírnir - 01.01.1914, Side 95
Ritfregnir
95
Og líf þeirra er hégómi og lóttúð,
svo lfða dagarnir skjótt;
þær skreyta sig, trulofast, daðra og dufla
og dansa fram á nótt.
Og lífi sínu þær öllu eyða
í ys og mas og þys;
með kroppnum sloknar svo andinn út
sem í ofviðri lítið blys.
Þegar hreinsunareldinum sleppir tekur við Myrkheim ur,-
Þar ríkir Helja. Þar er fúlt og dimt og óblómlegt yfir að líta,
líkt og á íslenzku auðnunum :
Naktir móar og fen og flóar
og heiðarteigir sem augað eygir,
holurð grá og björgin blá
við háan gnúp og gínandi djúp. —
Það er mannkvæmt í þessari vistarveru og er æfin furðu ill
hjá flestum. Þangað fara mennirnir sem fullir vóru úlfúðar og
haturs, öfundssjúkir, svíðingar, maurapúkar, metorðasnápar, nautna-
sjúkir, þeir sem sóru fyrir börn sín, giftu sig til fjár o. fl. o. fl.
Þá er þar fjöldinn allur af ritstjórum! Allir kveljast, og mest af
samvizkubiti, en geta þó ekki losað sig við sínar fyrri girndir og
tilhneigingar:
Þeir kveljast en unna því illa þó,
þeir elska að bölva og hata;
þó opin stæðu þeim himins hlið
til 'nimins þeir mundu ei rata.
Ekki verður í stuttu máli I/st æfi manna í Myrkheimi. Sem
dæmi má nefna þeirra er sóru fyrir börn sín:
Föðurlaus börn hér fara
mót feðrum í hefndaskyni;
þeir fl/ja á harðahlaupi
af hræðslu við eigin syni.
Svo er með Myrkheim sem Hreinsunareldinn að sumir eiga:
þaðan afturkvæmt ef þeir bæta ráð sitt. Aðrir líða undir lok:
Veslings sálir sem hjaðna hór,
sem hjóm eða roði um kveld
þær áttu ei hugann harða,
sem helvítis þolir eld.