Skírnir - 01.01.1914, Side 108
108
ísland 1913.
annar kaupstaðurinn á landinu, sem fengið hefir þá Iysingu. í
Hafnarfirði hefir hún verið nú í nokkur ár.
Töluverð slys hafa þetta ár orðið á sjónum hór við land,
þótt ekki sóu þau eins stórfengileg og síðastliðið ár. 10. jan. fórst
vélarbátur af ísafirði með 5 mönnum. Og 8. marz fórst þaðan
annar vólarbátur með 4 mönnum. I apríl fórst vélarbátur frá
Vestmannaeyjum og druknaði 1 maður. 24. apríl varð töluvert
tjón á bátum og skipum í stórviðri vestanlands. í júní fórst bátur
með 3 mönnum frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. í ágúst brann
vólarkúttarinn »Agúst«, eign Brillouins fyrv. Frakkakonsúls, úti
fyrir Olafsvík. Snemma í þeim mánuði fórst og vólarbátur frá
Norðfirði með 4 mönnum. 30. sept. fórst bátur frá ísafirði með
3 mönnum. 15. okt. fórst vélarbátur af Seltjarnarnesi með 5-
mönnum, í flutningaferð. 20. okt. rak upp austan við Reykjavík-
urhöfn, úr vetrarlegu, botnvörpuskipið »Frey«, eign h/f P. J. Thor-
steinsson & Co. og eyðilagðist hann. í sama veðrinu rak og upp
kolageymsluskip, sem lá á höfninni í Reykjavík, eign frakknesks
kolakaupmanns, og eyðilagðist það einnig. Víðar urðu og slys á
bátum og skipum í því veðri. 11. nóv. fórst bátur úr Súganda-
firði með 6 mönnum, er voru að leita læknis.
17. febr. strandaði milliferðaskip Sam. gufuskipafól., »Vesta«,
rétt utan við ísafjörð og laskaðist mikið, svo að vörur voru fluttar
úr henni og seldar á uppboði. En síðar náðist hún út og var
henni komið til Khafnar og þar gert við hana.
í febr. sökk norska kolaflutningaskipið »Tryg« suður af Dyr-
hólaey, en skipverjum var bjargað af botnvörpung. Annað útlent
kolaflutningaskip sökk í apríl á innsiglingunni til Hafnarfjarðar og
lá þar alllengi þannig, að siglutoppurinn stóð upp úr. Var það
selt þar, ett náðist síðan á flot aftur ekki mikið skemt.
Snemma í marz strandaði enskur botnvörpungur, »Adtniral
Togo« við Stafnestanga á Reykjanesi og fórust skipverjar allir.
24. apríl fórst frönsk fiskiskúta á Selvogsmiðum af árekstri við ís-
lenzkan botnvörpung. 20 mönnum varð bjargað, ett 8 fórust. 7.
ág. sprakk vól í fiskiflutningagufuskipi norsku, sem »Etos« heitir,
á Mjóafirði og fórust við það 3 menn. Et) skipinu var bjargað til
Noregs og þar gert við það. í ág. strandaði enskur botnvörpungur,
»Drax«, við Hjörsey á Mýrum. Mönnum var bjargað, en skip
fórst.. 6. ág. strandaði á Garðskagaflös þýzkur botnvórpungur,
»Komet«. Mönnum var bjargað. 26. nóv. strandaði enskur botn-
vörpungur, »Lord Carrington«, á sandrifi við Kerliugardalsá.