Skírnir - 01.01.1914, Qupperneq 109
ísland 1913.
109
Mönnum var bjargað. 28. des. strandaði fiskiflutriingaskipið »Force«
á skeri vestan við Akranes. Hólst það nokkra daga á skerinu og
náðust úr því um 700 skpd. af fiski, en 2300 skpd. fóru í sjóinn
með skipinu. Eétt fyrir áramótin strandaði enskur botnvörp-
ungur, »British Empire«, frá Hull, við Kollsvík, nálægt Patreks-
firði. Skipverjar björguðust.
Milliferðaskipi Thorefél., »Kong Helge«, hlektist á norðaustan
við Færeyjar, er það var á útleið hóðan til Noregs 17. nóv. Reið
stórsjór yfir skipið og tók af því helming stjórnpallsins og með
honum 3 menn, er allir druknuðu, en það voru skipstjóri, st/ri-
maður og einn hásetanna. Skipið komst þó leiöar sinnar og fekk
viðgerð í Khöfn.
Af eld8voðaslysum eru þessi hin helztu: 3. júní brann íbúð-
arhús á prestsetrinu Stað í Hrútafirði. 5. okt. brann síldarverk-
smiðja á Dagverðareyri við Eyjafjörð, norsk eign, mjög d/r. 2.
jóladag brann kirkjan á Undirfelli í Vatnsdal um messutíma. 31.
des. brann á Siglufiröi hús, sem í var símastöð og póstafgreiðsla
kaupstaðarins.
Helztu mannalát a árinu eru þessi: Valgerður Jónsdóttir bisk-
upsfrú, dó 28. jan.; Sigurður Jónsson bóndi á Lækjamóti 1. febr.;
Jón Ólafsson á Einarsstöðum 1 Reykjadal 18. marz; Kjartan Ein-
arsson prófastur í Holti 24. marz; Ragnheiður Þorsteinsdóttir, ekkja
Skúla læknis Thorarensens, 1. april; Guðmundur Guðmundsson
bóndi á Auðnum 20. apríl; Einar Hálfdanarson bóndi í Hvítanesi
í júní; Benedikt prestur Eyólfsson í Bjarnanesi í júní; Ragnheiö-
ur Hafstein ráðherrafrú 18. júlí; Lárus G. Lúðvígsson skósmiður í
Reykjavík 20. júlí; Sesselja Schörring, dóttir B. Thorbergs heitins
landshöfðingja, 30. júní; Arnór Þorláksson prestur á Hesti 31. júlí;
Guöl. Guðmundsson bæjarfógeti á Akureyri 5. ág.; Gísli Scheving
hreppstj. í Stakkavík í Selvogi i ág.; Ólafur Arinbjarnarson verzl-
unarstj. i Vestmannaeyjum 5, ág.; Jóhanna Sveinsdóttir, ekkja
Hjálmars Hermannssonar á Brekku í Mjóafirði, í ág.; Friðjón Frið-
riksson kaupm. í Winnipeg 17. ág.; Steingrímnr Thorsteinsson rektor
21. ág.; Sigríður Blöndal, ekkja Gunnlaugs s/slumanns Blöndals,
10. sept.; Kristján H. Jónsson áður ritstjóri á ísafirði 27. sept.;
Margrét Egilsdóttir, ekkja Halldórs Bjarnasonar s/slumanns, 29.
sept.; Ingibjörg Magnúsdóttir, kona Guðjóns alþm. Guðlaugssonar á
Hólmavík, 8. nóv.; Magnús O. Stephensen frá Viðey 23. des.
ÞaS óvenjulega slys vildi til á Siglufirði í nóvember, að tvær
stúlkur köfnuðu í svefni í reyk frá ofni. Og fáheyrður glæpur var