Skírnir - 01.01.1914, Síða 110
110
ísland 1013.
drjgður í Reykjavík í nóvembern.ánuði, þar sem kona ein, Júlíana
Jónsdóttir aS nafni, drap bróður sinn, Eyólf, á rottueitri til þess
að reyna að komast yfir ofurlitlar eigur, sem hann átti.
Eldur kom upp í Heklu á þessu ári og hófust gosin 15. apríi.
Nokkrir landskjálftar fylgdu í byrjun, en þó eigi svo miklir, að
nokkurt verulegt tjón yrði af þeim, og aska féll ekki yfir bygðir
til skemda. Eldarnir komu upp á tveim stöðum og gusu margir
gígar á báðum. Ekki var það sjálft Heklufjallið, sem gaus. Aðal-
eldstöðvarnar vor>i norðaustan við það, við Helliskvísl, þar sem
heitir Lambafit, og rann þar fram mikið hraun, sem kallað er
Lambafitjar hraun. Hefir það skemt afréttir og runnið yfir kafla
af Fjallabaksvegi. Hinar eldstöðvarnar voru sunnar, austur af há-
tindi Heklufjallsins, og rann þar einnig fram mikið hraun. Þar
heitir nú Mundafell, og hraunið Mundafellshraun. I apríllok voru
gos hætt á syðri eldstöðvunum, en héldu áfram fram eftir maímán-
uði á nyrðri stöðvunum. Nákvæmasta lýsingu á þessu eldgosi hefir
G. Björnsson landlæknir samið, og er hana að finna í 24. og 25.
tbl. »Lögréttu«.
Um miðjan apríl kom hlaup í Skeiðará, afarmikið, enda hafði
þá liðið óvenjulega langur tími milli hlaupa, eða 10 ór, en annars
koma hlaupin venjulega með 5—6 ára millibili. Stór ísfláki losn-
aði úr jöklinum, og er skarðið eftir hann hér um bil 1 kílóm. á
breidd og lengdin, upp í jökulinn, álíka. Isbrúnin, þar sem jök-
ullinn sprakk, var fyrst eftir hlaupið 120—150 metra há. Hefir
mönuum reiknast svo sem 10 milj. kúbíkmetra af ís hafi losnað
úr jöklinum í blaupinu.
Ovenjulega margar bækur hafa komið út hér á landi á þessu
ári. Nýjar ljóðabækur hafa komið út eftir Einar Benediktsson,
Guðm. Guðmundsson, Hannes S. Blöndal og Þorstein Erlingsson.
Eftir Einar Hjörleifsson smásögusafn og leikritið »Lénharður fó-
geti«, er sýnt var fyrst í árslokin í Reykjavík. Eftir Guðm Magn-
ússon síðari hluti hinnar löngu skáldsögu »Frá Skaftáreldi«. Enn-
fremur ný skáldsaga eftir frú Guðrúnu Lárusdóttur. Frá Bók-
mentafélaginu hefir komið, auk framhaldandi rita, »Goðafræði Norð-
manna og íslendinga«, eftir Finn prófessor Jónsson, og frá Þjóð-
vinafólaginu »Réttarstaða íslands«, eftir Einar Arnórsson prófessor,
löng bók, sem rekur efnið frá fyrstu þjóðfélagsskipun á íslandi og
fram á síðustu tíma, og veitti alþingi síðastliðið sumar fó til þess
að koma bók þeirri út á þýzku. Einnig hefir komið út eftir sama
höfund rit um »dómstóla og róttarfar á íslandi« og eftir Lárus H.