Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1916, Page 2

Skírnir - 01.01.1916, Page 2
2 Matthías áttræður. Skirnir. fermingu fer hann þaðan til Flateyjar og fæst þá nokkur ár við búðarstörf. Þá er hann er rúmlega tvítugur, á hann að verða verzlunarmaður, og hann fer þá utan til verzlunarnáms. Matthías Jochumsson kaupmaður eða verzlunarstjóri! Verzlun Matthíasar Jochumssonar! Það er í senn broslegt og sorglegt að hugsa til slíks! Ef mönn- um hefði verið vel ljóst, hvað í honum bjó, hefði aldrei komið til slíkrar ráðagerðar. Kveikir þetta ónotalega grun á, að margir lendi á röngum stað í líflnu. En verzlunarnemi vor var óvenju hneigður fyrir fagrar mentir. Hann sökti sér ofan í lestur góðra skáldrita, og naut þar einhverrar beztu leiðsagnar, er þá var kostur á meðal Islendinga. Háskólastúdent Steingrímur Thorsteins- son las með honum »valinn skáldskap, bæði þýzkan og klassiskan, og hann las fyrstur með mér Sæmundareddu, Ossían og þýðingar grískra höfuðskálda« (»Fyrsta utanför' mín«. Skírnir 1914). Eftir ársdvöl erlendis hverfur hann heim aftur. En svo er að sjá, sem hann hafl ekki þótt efnilegur verzlunarmaður. Þá fyrst er farið að hugsa til að koma honum í skóla. Nærri hálfþrítugur fer hann í latínuskólann, og er það venjulegur kandídatsaldur annar- staðar. Síra Matthías sezt þá fyrst á skólabekk, er beztu' námsárin eru flogin framhjá. Eftir það heldur hann fljótt og rakleitt lögboðna skólabraut, og tók prestsvígslu rúm- lega þrítugur. Gerðist hann prestur í Kjalarnesþingum,. er voru þá eitt hið lélegasta prestakall landsins. A næstu árum skella á hann stórir harmar. Meðan hann þjónaði Kjalarnesþingum, fer hann tvívegis utan, ferðaðist til Englands, Noregs og Danmerkur í fyrri för- inni. 1874 lætur hann af prestsskap og gerist nú ritstjóri Þjóðólfs nokkur ár og skrifar þar um alt milli himins og jarðar og þar fyrir ofan. En óróinn og útþráin ólga í hon- um. Hann fer enn til útlanda 1876. Hann ferðast og um ísland á þessum árum. 1881 fer hann aftur í þjónustu kirkjunnar og fluttist þá að Odda á Kangárvöllum. Bætt- ist þá við einn þátturinn í sögu þessa merkisstaðar, þar sem Sæmundur fróði var prestur mörgum öldum áður,..
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.