Skírnir - 01.01.1916, Page 2
2
Matthías áttræður.
Skirnir.
fermingu fer hann þaðan til Flateyjar og fæst þá nokkur
ár við búðarstörf. Þá er hann er rúmlega tvítugur, á
hann að verða verzlunarmaður, og hann fer þá utan til
verzlunarnáms. Matthías Jochumsson kaupmaður eða
verzlunarstjóri! Verzlun Matthíasar Jochumssonar! Það er
í senn broslegt og sorglegt að hugsa til slíks! Ef mönn-
um hefði verið vel ljóst, hvað í honum bjó, hefði aldrei
komið til slíkrar ráðagerðar. Kveikir þetta ónotalega
grun á, að margir lendi á röngum stað í líflnu.
En verzlunarnemi vor var óvenju hneigður fyrir fagrar
mentir. Hann sökti sér ofan í lestur góðra skáldrita, og
naut þar einhverrar beztu leiðsagnar, er þá var kostur á
meðal Islendinga. Háskólastúdent Steingrímur Thorsteins-
son las með honum »valinn skáldskap, bæði þýzkan og
klassiskan, og hann las fyrstur með mér Sæmundareddu,
Ossían og þýðingar grískra höfuðskálda« (»Fyrsta utanför'
mín«. Skírnir 1914). Eftir ársdvöl erlendis hverfur hann
heim aftur. En svo er að sjá, sem hann hafl ekki þótt
efnilegur verzlunarmaður. Þá fyrst er farið að hugsa til
að koma honum í skóla. Nærri hálfþrítugur fer hann í
latínuskólann, og er það venjulegur kandídatsaldur annar-
staðar. Síra Matthías sezt þá fyrst á skólabekk, er beztu'
námsárin eru flogin framhjá. Eftir það heldur hann fljótt
og rakleitt lögboðna skólabraut, og tók prestsvígslu rúm-
lega þrítugur. Gerðist hann prestur í Kjalarnesþingum,.
er voru þá eitt hið lélegasta prestakall landsins.
A næstu árum skella á hann stórir harmar. Meðan
hann þjónaði Kjalarnesþingum, fer hann tvívegis utan,
ferðaðist til Englands, Noregs og Danmerkur í fyrri för-
inni. 1874 lætur hann af prestsskap og gerist nú ritstjóri
Þjóðólfs nokkur ár og skrifar þar um alt milli himins og
jarðar og þar fyrir ofan. En óróinn og útþráin ólga í hon-
um. Hann fer enn til útlanda 1876. Hann ferðast og um
ísland á þessum árum. 1881 fer hann aftur í þjónustu
kirkjunnar og fluttist þá að Odda á Kangárvöllum. Bætt-
ist þá við einn þátturinn í sögu þessa merkisstaðar, þar
sem Sæmundur fróði var prestur mörgum öldum áður,..