Skírnir - 01.01.1916, Síða 6
Matthías áttræður.
Skírnir.
nám, er honum lék mestur hugur á. Mér þykir líklegt, að
hann hefði þá hvarflað milli norrænna fræða og guðfræði.
Líklega hefði guðfræðin þó orðið hlutskarpari.
í æfisögu Matthíasar (i Minningarritinu Matthías Joch-
umsson. R.vík 1905) tilfærir Þorsteinn Gíslason þessi orð
hans: «Eg hafði stöku sinnum stunið því upp við guð að
gefa, að eg yrði prestur; hafði gömul kona spáð mér því
þá fyrir þremur árum.« Var hann þá fyrir innan ferm-
ingu, er hann hafði orðað þetta við skaparann. En hvernig
sein þessu er háttað, þá er það auk Braga aðallega tvent, er
skiftir anda hans á milli sín: íslenzk fræði, tunga vor,
fornkvæði og saga, og kristin trú og trúarskoðanir
(og í sambandi við það dulræn efni). En andlegum áhuga
hans, fjöri og sannleiksþrá gat aldrei fullnægt að ein-
skorða sig við sérstakar fræðigreinir, sem verður stundum
raunalegt hlutskifti mætra manna. Þótt svo megi virðast,
sem guðstrúin ætti að leysa lífsgátuna, hefir hann samt
ákafan hug á að kynnast ráðningum vísindanna á henni.
Þekkingarþorsti hans kemur skýrt fram í þessu erindi:
„Dæmdu mér í dauða,
drottinn, meiri þekking
— fyrir veika vitund
vélta margri blekking:
glaðaljós að greina
gegnum rúm og tíma;
víki fyrir vissu
villuljóssins skíma.“
Það hefði farið vel á, að í afmælisriti skáldsins hefði
værið tveimur ritgerðum fleira, önnur um Matthías og
íslenzkuna, hin um Matthías í kirkjunni, eða með öðrum
•orðum um sálma hans.
Hér er ekki kostur á að fylla það skarð, enda getur
slíkt ekki átt heima í stuttri yfirlitsgrein.
Þeir sem kunna að rannsaka áhrif annarra skálda á
síra Matthías og skáldleg leiðarljós hans, ættu að leita vel
í íslenzkum bókmentum, áður en þeir fara lengra. í
kvæðum hans kennir áhrifa frá Jónasi og Gröndal, en
ekkert hefir víst snortið hann svipað því sem Eddukvæð-