Skírnir - 01.01.1916, Side 8
8
Matthlas áttræður.
Skirnir;
hve mjög hann hefir numið orðaskipun af Eddukvæðunum.
Þar stendur þetta erindi, sem er jafnsnjalt að máli og;
hugsun, hljómlist og myndlist:
„Miðlungsrnenn
á miðum úti
viðra voða
veðurspáir;
en hærra hlær
hrönn og vindi
hugur hetju,
er til himins stefnir11.
Annað vísuorðið, «á miðum úti,« á víst uppruna að’
rekja til vísuorðsins »á viðum úti« í Völsungakviðu enni
fornu. Er gaman að taka eftir, hvernig nýtt á sér upp-
tök í fornu, á sér fjörgamla foreldra.
Orðgnótt Matthíasar í íslenzku hefir lengi verið við-
brugðið að makleikum. Þá er eg hygg að málinu á ljóð-
mælum hans og þýðingum, veit eg ekki, hvað mér finst
mest um: hve mjög hann hefir sogað í sig blæ og anda
málsins — en á því veltur þeim mest, er rita vill gott
mál, — eða hve fimlega honum farast samsetningar orða
eftir lögum fornmálsins, eða þá orðasæg hans, sem minnir
á stjörnur himins. Orðin þjóta sem gneistaflug út úr hon-
um. Hefir þessi orðkyngi ekki alt af bætt kvæði hans,
en hefir komið honum að haldi, er hann þýddi rit Shake-
speares og Byrons. An hennar hefði hann alls ekki getað
þýtt á vora tungu ágætustu verk orðauðgasta skálds Breta.
Iionum er jafntamt Eddumál og lifandi sveitamál. Auður
íslenzks dalamáls sést víst hvergi betur en á. þýðingum
hans. Eg segi ekki, að sitthvað kunni ekki að mega
finna að máli hans. En hann hefir náð svo mörgum og
fögrum sprettum úr móðurmáli voru, að ekki er ofhermt,
að hann sé óskmögur íslenzkrar tungu, enda ann skáldið
þessari fóstru sinni hugástum, og hefir ort til hennar lof-
snjöll erindi í kvæðinu til Vestur-íslendinga.
Það er eðlilegt, að hann geti næstum því endalaust
sett saman orð á ramforna vísu, úr því að málblærinn er
honum innrættur, eins og hann hefði drukkið hann með>