Skírnir - 01.01.1916, Page 9
Skirnir.
Mattliias áttræöur.
xnóðurmjólkinni. Þá er hann yrkir undir fornum háttum,
fer hann nákvæmlega að eins og fornskáldin. Hann
skeytir orðstofna og orð saman. Þessi orð eru einatt næsta
aflmikil, t. d. »hlymhrönn« = hlymjandi hrönn (smbr.
»hlymgarðr« eða »hryngarðr« hjá Þjóðólfl Arnórssyni),
»glymháls« (sambr. »glymröst« = glymjandi röst), »frjó-
dalir«, »fagurhjálmur« (sambr. »fagurlimi« í Alvíssmálum),
Mætti lengi telja slík orð.
Hann ann ekki eingöngu krafti og hljómi setninga
ogkvæða, heldur fá einstök orð og orðasamböndhonum yndis
og nautnar. Mun þessi orðnautn einkenna flesta, er gefið
er næmt máleyra. I eyrum margra lætur slíkt sem fárán-
legt glamur og orðaglingur. Orðið »Dvalinsmál« hefir
náð töfratökum á skáldinu. Sama má segja um lýs-
ingarorðið »svás-< og miklu fleiri orð, ekld sízt samsett
mannanöfn, heiti, kenningarnöfn og örnefni.
Það er erfitt að gera grein fyrir málgildi kveðskapar
Matthíasar og þýðinga. Efnið er órannsakað. Eg veit ekki,
hvort hann hefir búið til mörg nýyrði til að merkja hug-
tök eða hugmyndir, er tungu vora skorti áður orð á.
Það er og ókannað, hve mörgum orðum úr mæltu máli
hann hefir fyrstur manna auðgað ritmálið. En eg held, að
óhætt sé að segja, að hann hafi flestum fremur sýnt auð
islenzkunnar, mátt og fimleik, auk þess sem rit hans eru
dýrmæt gullnáma öllum þeim, er heyja vilja sér orðaforða
og hvessa næmleik sinn á svip og sérkennum íslenzkrar
íslenzku.
Það er auðskilið, að Matthíasi hefir ekki orðið mál
höfunda Eddukvæðanna og annarra fornkvæða vorra tor-
numið. Hann er að eðlisfari líkur þeim. Hann er í senn
fræðimaður og skáld sem þeir og höfundar Islendinga-
sagna. Kennir þessa í sumum kvæðunum. Hann verður
sumstaðar að hafa söguskýringar neðanmáls, eins og
Eggert Olafsson, t. d. í einu flughraðasta kvæði sínu,
»Skagafirði«, Vigi Snorra Sturlusonar, og hefði sumum
víst verið þörf á þeim í kvæðinu til Vestur-íslendinga.
Eg held, að menn skilji betur Eddukvæðin, er þeir hafa