Skírnir - 01.01.1916, Síða 12
12
Matthias áttræður.
Skirnir,
„Einn erta aldrei, svo innir hyggjan mín,
því verur eru nærri, sem viija gæta þin“.
En trú skáldsins kemur auðvitað best í ljós í sálm-
um hans.
Matthías segir í erindi um Hallgrím Pétursson (Skírnir
1914, bls. 191): »Þegar vér svo virðum H. P. fyrir oss
sem sálmaskáld eingöngu, megum vér sleppa öllum sam-
anburði; í þeirrí grein ber hann höfuð og herðar eigi ein-
ungis yfir alla samtíðarmenn sína hérlenda, heldur öll
sálmaskáld vor, sem síðan hafa lifað.------------Þótt þá og
síðan hafi verið ort einstök guðrækin ljóð jafn fögur og
hrífandi, hafa þau verið stutt og á stangli; er margt á
milli að yrkja einn og einn ágætan sálm, og samstiltan
flokk margra sálma, eins og píningarsálmar H. P. eru.«
Nokkuð kann að vera hæft í þessu. En eg held samt,
að séra Matthias hafi ort alfegurstu sálmana, sem við eig-
um. Mér finnast engir sálmar eins hrífandi og sálmar
hans. Og það er trú mín, að þar takist honum bezt. Þar
eru engir útúrdúrar, ekkert, sem glepur né spillir áhrif-
unum, mælska og rímlist hleypur þar aldrei með hann í
gönur, þar skortir aldrei efni. Eða hvað getur fegurra
en þessi erindi:
„Hann heyrir stormsins hörpuslátt,
hann heyrir barnsins andardráttt,
hann heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag þitt jörðu á.
I hendi guðs er hver ein tíð,
i hendi guðs er alt vort stríð,
hið minsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár“.
Er það áhrifamikið, að skáldið nefnir í sömu and-
ránni hið smæsta og stærsta: »hið mikla djúp, hið litla
tár«,og hæsta oglægsta: »stormsins hörpuslátt« og »barns-
ins andardrátt«. Hann fer hér líkt að og Jónas í þessum
gullfögru orðum: »Háa skilur hnetti | himingeimur | blafr
skilur bakka og egg«. Og hvergi sannast það betur en