Skírnir - 01.01.1916, Page 13
Skirnir.
Matthías áttræDur.
]3
:í einum nýárssálminum, að hann nái hæstum tónum »af
landsins sonum«, þeim er byrjar svo:
„Aftur að sólunni sveigir nú lieimskautið kaida.
Sonurinn týndur í átthagann girnist að halda.
Sólnanna sól,
sál vor er reikandi hjól,
snú þú oss, Alfaðir alda.“
Guðstrú síra Matthíasar á víst mikinn þátt í bjart-
sýni hans. Hann trúir þvi, að lífið hér á jörðunni batni:
»Jú, sú trú, að tárin sjatni, | trú míns lífs, að jörðin batni,
| sættir mig við guð og geim«. Hann trúir á sigur þess,
sem gott er kallað í mannseðlinu, flnnur það víða og er
tamast að lýsa því. »Ekki er það af eintómum fleðulát-
um eða smjaðri, að eg kannast fremur við kosti manna
en lesti, heldur er mér eiginlegt að lýsa heldur hverri
kind með heilu reifi og liaustholdum, en lioraðri og naktri
að vori til«, skrifar hann (»Ferð um fornar stöðvar«, Rvík
1913). Af þessu stafar það, að honum sýnist stundum
fara í erfiljóðagerð líkt og sólunni, er skín jafnt á réttláta
og rangláta. Erfiljóð hans bera mannúð hans fagurt vitni,
og ekki er það kynlegt, þótt hann eigi miklum vinsældum
að fagna. Mörgum syrgjendum og grátendum, ekkjum og
einstæðingum, hefir hann sent huggunarljóð. Hann yrkir
bæði eftir höfðingja og smælingja. Hann er samúðar-
maður, samúðar- og mannkærleikaskáld.
„Fast bindur auður og áhati lönd,
andinn þó sameinar hetur;
elskan þó hezt, hennar alveldis liönd
yfir tekur“,
kveður hann. Þessi trú er engin uppgerð né látalæti,
heldmyá liún sér rætur í upplagi hans og lijarta. »Það,
sem maður fvrst rekur augun í hjá síra Matthíasi, næst
vexti og ytra útliti, er glaðlega, vingjarnlega viðmótið,
hvar sem hann hittist. Það eru engir kaldir, grannir
fingurgómar, sem rétt er tylt í hendi manns, þegar hann
heilsar, heldur er það heill, hlýr og mjúkur hrammur,