Skírnir - 01.01.1916, Qupperneq 14
14
Matthias áttræðnr.
Skírnir-
sem grípur um höndina og skekur hana vingjarnlega og
ynnilega«, ritar Gluðmundur Hannesson. Þessi hlýi hramm-
ur tekur hvarvetna í ljóðmælum hans í hönd lesendunutn
og vermir þá, hvort sem honum tekst eða bregzt braglistin.
Við hálfgrátum, er við heyrum hann raula margar vísur
sínar, grátum liklega oftar, er við erum með honum, cn
með nokkru öðru íslenzku skáldi. I ljóðmælum hans finn-
ast víst engin haturmál, og þar kennir lítillar andúðar.
Hann er að þessu leyti gagnólíkur Þorsteini Erlingssyni,
og var von, að þeir ættu ekki skap sarnan. Matthías
ræðst sjaldan á, rífur ekkert niður, getur ekki refsað, eins
og liaft er eftir honum um sjálfan sig. Þó má mat'ka
það af »Nýársósk Fjallkonunnar« (sem því miður vantar
í úrvalsljóðin) og af »Hringsjá« hans til Valdimars Briems,
að hann skortir ekki auga á göllum og glöpum mannanna.
Það sýnir kraftinn og alvöruna í bjartsýni síra Matt-
híasar, að engir harmar hafa getað feykt henni tii. Þá
er ritað er um skáldið, er ekki auðið að láta lífssorgar
hans ógetið. Hann kveður um hana:
„Vera má, að vissar taugar
visnað hafi í þeirri hviðu;
vist er eitt, að engir strengir
æðra lífs xnins skaða biðu“.
Og þetta er víst dagsanna. Þessi mikla sorg heíir
meira að segja verið lífgjafi eins allra bezta kvæðis hans,.
og fjölmörg þeirra eru lauguð og hituð í henni. Er dapur-
legt að hugsa til þess, að þau eru slíku verði keypt. Og mun
þetta eiga heima um mörg ágætustu skáldrit og kvæði —
þau eru sprottin af þjáningum og sársauka.
“Thi Sangerens Bryst, naar han rigest heværter,
er dybt som G-udsmoders velsignet med Smerter,
kveður danskt skáld, Sophus Claussen.
Og fleira hefir blásið á móti. En hörmulegast er þó
það, að hann hefir ekki notið sín, ekki orðið það sem
efni voru til. Það er ekki gott að verjast þeirri hugsun,-
er menn eiga við hann samræður, að furða sé, að hon-
um hefir ekki orðið meira úr hæfileikum sínum, svo mikl-