Skírnir - 01.01.1916, Síða 15
Skírnir.
Matthías áttræðnr.
15-
uia tilþrifum og háum tónum, sem hann hefir þó náð.
Alt verður að myndum og líkingum, er hann skynjar og
um hugann flýgur, haun kann kynstur af sögum og segir
allra manna skemtilegast frá, og mörg athugasemd sýnir
skilning hans á mönnum og mannlegu lífl. Sorglega
skammsýnir voru þeir, löggjafar vorir á fyrstu löggjafar-
þingunum, er þeir veittu Matthíasi ekki full skáldalaun,
svo að hann gæti helgað líf sitt skáldskap og þýðingum
á ágætisverkum litlendra bókmenta, t. d. þýtt öll rit
Shakespeare’s. I kringum 1880 hafði síra Matthíasi hug-
kvæmst svo margt, sem engum nema guðs og Braga úr-
völdum gat dottið í hug, og sýnt hvílíkur afburðaþýðari
hann var, að það er ófyrirgefanlegt, að hann var þá
neyddur til að stofna bú og sækja um prestakall. Honum
eru fyrst veitt sæmileg skáldlaun, er hann er hálfsjötugur.
Hagsýnir menn kaupa helzt unga gæðinga, en Islending-
ar kaupa skáld og andans menn þá fyrst, er þeir gerast
gamlir og þeir hafa þrælkað þá beztu ár æfinnar. Eg vona,
að menn fyrirgefi, þótt dæmið kunni að vera heldur rudda-
legt, en það er vel fallið til skýringar á þessu ráðlagí
stjórnmálamanna vorra. Enginn veit, hve langt verður
þess að bíða, að slíkur þýðari sem Matthías rísi upp á
meðal vor. Hann finnur sáran til þess, að honum hefir
ekki veizt sá þroski, er hann hefði getað tekið og átt
að taka:
„Og lengst af æfi á sollnum sævi mitt sigldi far
við skort á þekking, við brask og blekking og barst um mar;
þess geldur hnekkis mitt gáfnaskar,
að gæfan ekki mér betri var“.
Og enn kveður hann:
„Týndu bragarblómin
bætir enginn mér.
Ekki nema óminn
eftirlæt ég hér“.
Og enginn bætir íslandi »týndu« blómin hans. En merki-