Skírnir - 01.01.1916, Side 24
24 Lesturinn o<r sálarfræðin. Skirnir..
Ein skoðunin er sú, að vér lesum ekki heil orð og:
ekki heldur alla stafi. í hverju orði, lieldur sjáum í raun
og veru aðeins nokkra stafi, sem auðkenna orðið og kalla
mætti »kennistafi«, hinum bætum vér við frá sjálfum oss,
því að tilraunir sýna, að menn lesa orðið í snarsjánni, ef
kennistafirnir eru þar, þótt hina vanti eða aðrir séu settir
í staðinn. Þannig mundu menn eflaust lesa hrngr, gll,
svrdgi, fllibjlr, og einkennilegt er það, að menn sjá
oft eius skýrt þá stafina sem vantar, eða sýnist réttur
stafur vera þar sem rangur er, svo sem þegar mönnum
sést yfir prentvillur. Fyrsti stafur hvers orðs er nálega
ávalt kennistafur, t. d. mundu fáir sjá að ugu ætti að
vera augu eða að ygi ætti að vera iygi.
önnur skoðunin er sú, að vér þekkjum orðin sem
heild, af lengd þeirra og lögun, af því að tilraunir sýni
að menn geta lesið kunnug orð úr meiri fjarlægð en svo
að einstakir stafir verði greindir, enda sé það yfirleitt svo,
að vér þekkjum ekki heildina af pörtunum, heldur af form-
inu, skipulaginu, vér sjáum ekki að - i o sé 5 eða £ I
r
u
sé K, og vér sjáum ekki i einni svipan að * á að
e
1
vera lestur.
Þriðja skoðunin fer bil beggja hinna. Hún játar að'
vér þekkjum orðin að miklu leyti af »kennistöfum«, en
leggur þó mikið upp úr heildarsvipnum. Orðið fær ein-
mitt svip, lögun og liðamót eftir hæð, breidd og lögun
stafanna, sem í því eru; orð eins og t. d. mannamunur,
góugróður, lítilsvirða, náttgalakliður, þjóðvaldsstjórn hafa
hvert sinn svip.
Sannleikurinn mun nú vera sá, að sín ,af þessunv
skoðunum kemur heim í hvert skiftið. Vér lesum ekki
altaf eins, stundum þekkjum vér orðið aðallega af »kenni-
stöfunum«, stundum sem heild, stundum í liðum. Því
kunnari sem orðin eru eða lesmálið auðveldara, því meir
þekkjum vér orðin af svipnum einum, en þegar orðin eru
ókunn eða erfið, verður lesturinn likari því sem á séir