Skírnir - 01.01.1916, Síða 27
: Skirnir.
Lesturinn og sálarfræðin.
27
að nafni, gerði tilraunir um það, hve margra orða bil
væri milli augnanna og raddarinnar við lesturinn. Hann
skaut spjaldi yfir blaðsiðuna á tiltekrium stöðum, sem
lesarinn vissi ekki fyrir, og gáði svo að hve langt hann
gæti haldið áfram eftir að lesmálið hvarf sýn. Niðurstað-
an varð sú, að það fór eftir því hvar i línunni spjaldið
var sett: »þegar lesarinn er að bera fram orð í byrjun
línu, er augað að meðaltali 7,4 orð á: undan röddinni; i
miðri línu 5,1 orð og við enda línu 3,8 orð, að meðaltali
5,4 orð«. Komi óþekt orð fyrir, getur auðvitað bilið horf-
ið, og aftur orðið óvenjulangt við alkúnnar setningar.
Quantz segir, að þeir sem séu fljótir að lesa með sjálfum
nér séu og lengst á undan röddinni, er þeir lesi hátt, og
heldur hann að talsvert bil milli augna og raddar sé
skilyrði þess, að menn geti lesið vel og með greind.
Af þvi, hvernig skilningur hins lesna truflast, þegar
oss er varnað að hafa það upp fyrir oss í huganum, er
. auðsætt, að þetta »innra tal« er mikil stoð fyrir skilning-
inn, og er þá eftir að vita hvernig á því stendur. Eðli-
legasta skýringin virðist vera sú, að sambandið milli
merkingarinnar og orðsins eins og það er talað sé fastara
en milli merkingarinnar og orðsins eins og það lítur út
á pappírnum vegna þess, að vér lærum málið á því að
heyra það og tala löngu áður en vér lærum að lesa það.
Um leið og hið ^innfa tal« vort glæðir meðvitundina
um merkingu orðanna, hjálpar það til að hugfesta orðin
og þar með halda þræðinum í hugsuninni, en jafnframt
rennum vér grun í hvað eftir muni fara. Slíkar eftir-
væntingar eða ósjálfráðar getgátur eru alt af á öðru leit-
inu undan lestrinum, reiðubúnar að fylla í eyður skynj-
anarinnar, svo áð vér í rauninni r á ð u m orðin fremur
en vér s j á' u m þau. Að vér rennum grun í aðalhugsun
málsgreinarinnar, áður en vér segjum hana, sést á því,
hve oft' menn mislesa ^þannig að þeir koma með annað
orð en sömu iherktngar og það sém r tekstanum stendur,
©g eins á hinu, að það er tiltölulega auðýelt að segja með
-^öðrum órðum efnið úr þvr sem maður les um leið.