Skírnir - 01.01.1916, Side 29
“Skirnir.
Lesturinn o? sálarfræðin.
o<v
Lc8ttarhraða manna niá prófa með ] ví'að láta þá
lesa tiltekinn kafla og mæla tímann sem það tekur. ýmisr
er þeir lesa lágt eða upphátt, eins og þeim cr eðlilegt eða
eins hart og þeir geta. Menn eru mjög misfljótir að lesa,
þó þeir séu þaulvanir lesarar.
Quantz prófaði lestrarhraða 50 amerískra háskóla-
stúdenta. Þegar þeir lásu með sjálfum sér og eins og
þeim var eðlilegt, las sá seinasti 3,5 orð á sekúndunni, en
sá hraðasti 8,H orð; með hraðlestri las sá seinasti
3,5 orð, cn sá hraðasti 12,2. Þegar þeir lásu hátt ogmeð
eðlilegum lestri, var lestrarhraðinn 2,(5 01 3.9 orð á sek-
úndinni. Venjulega voru þeir sem eölilegt var að lesa
hart fljótastir í hraðlestri, en seinir lesarar seinir við hvor
tveggja. Hröðu lesararnir reyndust að meðaltali 37°/«
betri en hinir í því að skýra á cftir rétt frá því sent þcir
höfðu lesið.
Til að verða fljótur lesari telur Quantz einkum nauð-
synlegt að vera sjónhraður, iðka lestur frá barnæsku,
vera fylginn sér og snarhugull.
Lestrarhraðinn fer auðvitað nokkuð eftir þvi hvað
lesið er
Talið er líklegt, að menn geti vanið sig á að lesa.
talsvert hraðara með sjálfum sér en áður, án þess að hafa
minni not af lestrinum.
Tilraunir þær sem eg nú hefi drepið á hafa verið
gerðar með fullorðið fólk, þaulvana lesara. Eg get ekki
að þessu sinni gert grein fyrir því, hvaða munur er á lestri
barna og unglinga og fullorðinna, né heldur hinu, að
hvaða gagni þessar og aðrar slíkar rannsóknir geta kom
ið, þcgar á að skera úr því hver lestrarkenslu aðferð sé
bezt, eða hvernig bækur eiga að vera úr garði gerðar til
þess að vér getum lesið scm mest á sem styztum tíma,
með mestu gagni og minstri þreytu. Þó get eg ekki stilt
mig um að minnast á eitt atriði, sem jafnframt getui’
.getur verið dæmi þess, hvað leiða má útaf slíkum rann-
:8Óknum. Það er línulengdin.
Þegar maður heflr bókina beint fyrir framan sig og