Skírnir - 01.01.1916, Page 35
Skírnir.
Köntgensgeislar.
!i5
vel til að mjög margir aðskotahlutir eru úr málmi, svo
sem prjónar og peningar, öngulbrot, högl og byssukúlur;.
alt þetta kemur vel fram á R-myndum; ennfremur má
nefna hluti úr gúmmí, t. d. falska góma sem stundum
hrökkva ofan í fólk, og gleri, sérstaklega ef um blýgler
or að ræða. I stríði þvi, sem nú geysar i Norðurálfunni,
eru auðvitað ógrynnin öll af særðum hermönnum skoðaðir
með geislunum til þess að leita uppi byssukúlur og flísnr
Nalarbrot í hendi saumastúlku,
úr sprengikúlum, sem oft þarf að ná út til þess að skot-
sárin geti gróið. Sérstakir Röntgensvagnar eru útbúnir
með geisiatækjum, sem nauðsynleg eru til þesskonar
skoðana, og má því heita svo að særðu hermennirnir séu
geislaðir á sjálfum vigvellinum.
R-skoðunin sýnir ekki eingöngu hvort þessir annar-
legu hlutir hafa inn í líkamann komist og orðið þar eftir,
en á því getur stundum leikið vafi; geislarnir leiða líka
í ljós nákvæma legu hlutarins, inni í holdi sjúklingsins