Skírnir - 01.01.1916, Page 36
36
Röntgensgeislar.
Skírnir.
«g einmitt þetta er mikilsvert fyrir skurðlækninn þegar til
skurðarins kemur; oft er ótrúlega eríitt að finna smáa
hluti, t. d. nálarbrot, sem stundum getur færst til langar
leiðir frá þeim stað, sem það stakst í.
B e i n b r o t. Sá partur mannlegs líkama, sem bezt kem-
ur fram á R-myndinni, eru beinin, og má þakka það kalkinu,
sem í beinunum er; allskonar sjúkdómar í beinurn koma
líka greinilega fram, þar á meðal b e i n b r o t. Oft er
læknirinn i vafa um hvort bein sé brotið eða ekki, en
Brotinn fótleggnr.
varla getur farið hjá því að slikt komi fram á R-mynd.
Þar að auki getum við lesið ýmislegt annað út úr mynd-
inni. Sé sjúklingurinn skoðaður þegar búið er að koma
brotinu í stellingar og binda um það, sýnir R-skoðunin
hvort beinpípunum hefir verið kipt í það lag, sem nauð-
synlegt er til þess að þær geti gróið saman. Eg sagði,
að sjúklinginn mætti skoða eftir að lokið væri við að
binda um brotið, því myndin af brotinu getur orðið vel
skýr í gegnum gipsumbúðir eða þó geislarnir þurfi að fara
gegnum pappa- eða tréspelkur. Sjúklingunum er auðvitað
miklu þægilegra og þjáningaminna að ekki þarf að hrófla