Skírnir - 01.01.1916, Qupperneq 40
40
Röntgensgeislar.
Skirnir.-
Meltingarfærin. Geislaskoðun á maga og þörm-
um er mörgum erfiðleikum bundin, enda eru meltingarfærin
það svið líkamans, sem R-læknunum einna síðast tókst að
ráða við. Vélindi, magi og garnir eru ósýnilegir hluíir á
R-myndunum, nema gripið sé til þeirra ráða, að láta
sjúklingana neyta fæðu, er kasti sterkum skugga á mynda-
plötuna. Þetta er sú krókaleið, sem hugvitsömum vís-
indamönnum hefir hugkvæmst eftir margra ára til-
raunir. Baríum og vismút eru efni, sem hræra má
saman við graut og gefa sjúklingum að eta; duft þessi
gera það að verkum, að fæðan og meltingarfærin koma-
fram á R-myndaplötuna sem greinilegur skuggi.
Nú getum við rakið leið fæðunnar frá því að sjúkl-
íngurinn kyngir henni og þangað til liún er komin allar
götur niður i endagörn. Við látum sjúklinginn fá sér
vænan baríum-grautarspón, setjum vélarnar í gang til
þess að geta gegnlýst vélindið, gefum sjúklingnum merki
þegar hann á að renna niður grautnum og sjáum svo
skuggamynd — lifandi mynd — af þvi, hvernig munn-
fyllin færist ofan vélindið. Allar R-lýsingar verða að
gerast í koldimmu herbergi. Á heilbrigðu fólki gengur
þetta viðstöðulaust. En séu þrengsli einhverstaðar —
venjulega vegna krabbameins í vélindinu — sést að fæð-
an nemur þar staðar, en kemst svo misjafnlega fijótt í
gegn, eftir því hvað þrengslin eru mikil.
M a g a s j ú k d ó m a r. Nú er fæðan komin ofan í m a g-
ann. Fyr á tímum leituðu sjúklingar alt af meðalalækna,
ef ólag var á meltingunni; nú er öldin önnur. Á vorum
tímum eiga margir þessara sjúklinga heima hjá skurð-
læknunum; skurðlækningar á mögum mannanna eru marg-
víslegar; ef þrengsli eru í vjelindinu svo að fæðan kemst
ekki eðlilega leið ofan í magann, er stundum rist á magál
sjúklingsins og gert op á magann til þess að koma megi
fæðu þar inn; sé maginn siginn, er hann saumaður upp;
ef um magasár er að ræða eða krabbamein, er reynt að
skera það burt; séu þrengsli í neðra magaopinu, er mynd-
aður nýr gangur milli maga og garna. Enginn góður