Skírnir - 01.01.1916, Side 42
42
8kirnir.
Röntgensgeislar.
Þegar sjúklingurinn er búinn nð renna fæðunni nið-
ur í magann og R lýsingin á honum byrjar, er margt að
athuga. Fyrst og fremst sést lögun magans, sem oft
verður óeðlileg, ef um magasár eða krabbamein er að
ræða; maginn getur jafnvel tekið svo miklum myndbreyt-
ingum vegna þessara sjúkdóma, að hann greinist í tvo
hluti og milli þeirra mjór og langur gangur; það kalla
læknar stundaglasmaga. Stundum orsaka sárin djúp vik
eða skorur í útlínur magans. Þá er athugnð lega magans,
hvort um magasig sé að ræða; ennfremur sjást hreyfing-
ar magavöðvanna; stundum eru þeir slakir stundum er í
þeim krampi.
M j ó g i r n i ð kemur lítt í ljós við R skoðanir.
Langinn er betri viðureignai ; þrengsli sem oftast
stafa af meinsemd eða berklaveiki, koma oft vel fratn;
ennfremur sést hvort langinn er siginn eða vaxinn við
þau líffæri sem að honum liggja.
L i f r i n. Stundum geta geislarnir sýnt i i f r a r s u 11 i,
en ýmsar ástæður eru til þess, að R-skoðanir á lifrinni
•eru miklum vandkvæðum bundnar.
Gallsteinar eru miklu erfiðari viðureignar en
nýrnasteinar; gallsteinar eru flestir kalklausir, en mynd-
aðir af lífrænum efnum ; þess vegna er mjög hæpið að
leiða þá í ljós á R-myndunum.
L u n g u n. Á síðustu árum hefir komið fram ný lækn-
ing við lungnatæringu. ítalskur læknir, Forlanini
að nafni, er höfundur þessarar lækningar. Hún er í því
fólgin, að stungið er á sjúklingnum og lofti blásið inn í
brjósthol hans, inn að lunganu sem sjúkt er. Tilætlunin
er sú, að loftið sem inn er blásið þrýsti svo fast að lung-
anu, að það hætti að hreyfast í hvert sinn cr sjúklingur-
inn dregur andann. — Fái maður berklaveiki í úlnliðinn,
eru lagðar um hann gipsumbtiðir, til þcss að liðamótin
fái fullkomna ró og hvíld; því margfengin reynsla er fyr-
ir því, að ef svo er um búið, eru bezt skilyrði fyrir bata.
Að sínu leyti er eins farið með lungað; loftið sern
blásið er inn i brjóstholið kemur þvi í ró með þvi að