Skírnir - 01.01.1916, Page 47
Skírnir.
Röntgensgeislar.
47
nálægt yfirborði líkamans, en ekki í innýflunum. — Tök-
um til dæmis að kona hafi krabbamein í brjóstinu; mein-
ið er skorið burt og oftast hepnast það vel. En hættan
er að sjúkdómurinn taki sig upp aftur eftir lengri eða
skemri tíma af því að ekki hefir með hnífnum náðst al-
veg fyrir rætur meinsins. Nú er R-geislum hleypt ár
sárin opin eða eftir að þau liafa verið saumuð saman, til
þess að eyða þvi sem eftir kann að vera af meininu, en
ekki sjáanlegt þegar skorið var. Stundum eru geislarnir
líka notaðir án þess að skorið sé fyrst, t. d. við krabbamein
í vörinni, sem ekki eru óalgeng, sérstaklega á karlmönnum,
sem reykja pípu. Oft fá þessir sjúklingar batameð skurði,
en hér fylgir böggull skammrifi, því að við skurðinn
missir sjúklingurinn stærri eða smærri parta úr vörinni;
hjá þessu má sneiða með geislalækningunni.
Eg hefi að eins drepið á algengustu R-lækningar, en
ætla auðvitað ekki að rekja alla sjúkdóma, sem hægt er
að nota geislana við. Eg gizka á, að einhverjum fljúgi
nú í hug, hvort þessar lækningar séu ekki mjög sárar,
fyrst geislarnir geta skaðskemt svo hold manna, sem fyr
er getið, en það eru R-lækningar ekki; þær eru alger-
lega sársaukalausar. R-geislarnir eru í eðli sínu og áhrif-
um ákaflega einkennilegir. Svo sem að ofan er getið,
eru R-geislar ósýnilegir, hafa ekki áhrif á sjóntaugarnar,
bera því enga birtu, en, geta þó komið öðrum hlutum
til þess að skína skært. Eins er það,^ aðjj R geislar
hafa ekki áhrif á tilfinningataugar hörundsins, valda
því engum sársauka, en geta þó þegar frá líður
valdið djúpum sárum. Þetta er afar einkennilegt og ein-
stakt; geislarnir eru tveggja handa járn og ekki óvita
meðfæri. Það sem gerir oss unt að færa oss í nyt bless-
unarrík áhrif geislanna eru afrek R-vísindanna, sem kenna
R-læknunum að mæla sjúklingunum tiltekinn geislaskamt,
sem á við sjúkdóm þeirra, en vinnur þeim ekki tjón að neinu
leyti; en mönnum skilst, að R lækningar eru ábyrgðar-
mikið starf.