Skírnir - 01.01.1916, Side 48
-48
Röntgensgeislar.
Skirnir.
Notbun Röutgensgeisla í iðnaöi.
Því fer fjarri, að læknarnir séu einir um að hagnýta
sjer R-geislana. Sjálfum tókst prófessor Röntgen, sköœmu
eftir að hann fann geislana, að taka R-mynd af byssu-
hlaupi; á myndinni kom ckki eingöngu fram patrónan,
sem byssan var hlaðin, heldur sást líka missmíði á byssu-
hlaupinu; það kom í ljós, að ldaupið var ekki alstaðar
jafnþykt. Þetta varð til þcss að menn tóku að nota
geislana við v o p n a s m í ð i og annan m á 1 m i ð n a ð.
Það er ekki lítils vert að geta fundið smásprungur eða
aðrar ósýnilegar misfellur á byssuhlaupum áður en farið
er að skjóta úr þeim; slíkt kemur greinilega fram á R-
anyndunum. Geislarnir koma með þessu í veg fyrir slys,
sem annars gætu hlotist af skotvopnum þessum. I járn-
verksmiðjunum eru járnbútar og steyptar súlur stundum
skoðaðar með R-geislum til þess að tryggja sér að ekki
séu í þeim sprungur eða holur, er veikt geti burðaratl
þeirra um of; jafnvel gegnum panzraðar stálplötur kom-
ast geislarnir og sýna misfellur í þeim. Mönnum gæti
dottið í hug að þessum furðulegu geislum væri enginn
hlutur ómáttugur.
I verksmiðjum, sem búa til s í m a (kabel) til raf-
magnsveitu, vinna geislarnir mikið gagn, þvi hvergi má
vera slit á þræðinum. Símarnir eru eins og menn vita
stundum margar mílur að lengd; þó ekki sé nema smá
sprunga gegnum símann á einum einasta stað, er alt
ónýtt; þá stöðvast rafmagnsstraumurínn í rás sinni eftir
símanum. Slík missmíði koma iðulega fyrir í verksmiðj-
unum, en með geislum má á skömmum tíma skoða margra
kílómetra langan þráð og finna bilun á honum. — I fyrra
skoðaði eg á Röntgensstofnun Háskólans slitinn sæsima af
Vestfjörðum, og kom slitið greinilega fram.
í gimsteinaiðnaði þarf að halda á öruggum
aðferðum til að greina dýrustu steinana frá þeim, sem
eru minna virði. Nú hafa menn fundið, að ýmsar gim-
steinategundir varpa mjög misjafnlega sterkum skugga á