Skírnir - 01.01.1916, Qupperneq 51
Draumljóð.
Ókunnugt er mér um það, hvort draumljóð eru sér-
eign vor íslendinga, eða þau eru alþjóðaeign. Hitt er á
allra viti, að jafnlangt og sagnir ná aftur í tímann hefir
ósjaldan brytt á því, að menn hafi dreymt vísur og stef,
er þeir annað tveggja hafa sjálfir kveðið í svefni eða
aðrir kveðið við þá.
í »Þjóðsögum« Jóns Árnasonar og víðar í sagna- og
fræðiritum er þó nokkuð prentað af draumljóðum, en þó
mun það sanni nær, að miklum mun fleira er til í munn-
mælum manna á milii. Álít eg það vel þess vert, að
slíku sé til haga haldið og komið á framfæri, og í því
skyni er það, að eg hefi tínt saman fáeinar draumvísur,
er eg hygg að ekki hafi verið prentaðar fyr, og hér fara
á eftir, ásamt þeim tildrögum er að þeim liggja.
Ekki skal eg þreyta góðfúsan lesara á bolla-
leggingum um það hvaðan mönnum koma slík ljóð, tel
það ekki á mínu færi að ráða þær d u 1 r ú n i r; sömu-
leiðis tek eg það fram, að það eru að eins örfáar af þess-
um vísum, er eg tek ábyrgð á að séu í raun og veru
draumljóð, þó eg fyrir mitt leyti trúi því að svo sé, þá
má vel vera að þetta séu þjóðsagnir einar eða sjálfráður
skáldskapur. Eg hefi snapað þetta sitt úr hverri áttinni
og sel það ekki dýrara en eg keypti.
Það er ekki ótítt að draumvísur séu skothendar og
lélega kveðnar, en sannast að segja hefi eg fremur sneitt
hjá að taka þær í þetta litla safn, þó mér hafi borist þær
í hendur, en haldið mér við þær einar, er mér hafa virzt
4*