Skírnir - 01.01.1916, Síða 53
Skírnir.
Draumljóð.
5»
því hvað annar þeirra sé sélegur, og segir í spaugi, a&
hún vildi að hún ætti hann að eiginmanni.
Hin segir menn þessa vera framan úr eyjum, og
kveðst þekkja þá báða. Feldu þær svo talið.
Næstu nótt eftir dreymir þá stúlkuna, sem orð hafði
á því, hvað maðurinn væri eigulegur, að sá hinn sami
kemur til hennar, er hann allur sævi drifinn, og kveður
vísu þessa:
Kjörinn ei við ektastand,
yndislega stúlkan mín.
Nýt þó sælu lífs um land,
ljómandi hvar gleðin skin.
Vísan er sem sjá má lélega kveðin, en eg hefi samt
sem áður ekki slept henni úr, því svo bar til að menn
þeir, er stúlkurnar áttu talið um, druknuðu á heimleið úr
kaupstaðnum sama dag, svo þetta horfir töluvert kynlega
hvað við öðru, samræða þeirra stallsystra, druknun mann-
anna, sem stúlkunni var ókunnugt um, og svo draumurinn.
Konu undir Jökli, er mist hafði unnnusta sinn í sjó-
inn, dreymdi skömmu eftir druknun hans, að lagst var
ofan að glugga er var yfir rúmi hennar og kveðið:
Littu í skjáinn skykkjugná,
og skaltu fá að sanna,
að vofum hjá úr votri lá
vakir þrá til manna.
Stúlkan vaknaði við og þóttist kenna málróm unnusta
síns, en hug brast hana til að líta upp í gluggann, enda
virtist henni í sama bili sem einhver rendi sér niður bað-
stofu-þekjuna.
í óprentuðu handriti eftir Grísla sagnfræðing Konráðs-
son, er þess getið, að mann norður á Ströndum, Tómas
að nafni, »dreymdi að maður kæmi að sér um nótt og kvæði
vísu þessa:
Bezt er að leggja brekin af
og hera vel raunir harðar,