Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 56
56
Draumljóð.
Skírnir.
stundu gengnir til svefns, vaknar húsfreyja við það, að
bóndi hennar biður liana að lofa sér að fara upp fyrir
hana í sænginni. Spyr hún hverju slíkt sæti. Segir pró-
fastur að sig hafi dreymt, að kveðið væri á glugga yíir
rúmi þeirra hjónanna, með dimmri rödd og dólgslegri:
Yaki þú Búi
viljirðu sjá Móra,
kreptur er knúi,
kyrkt hefi eg þa fjóra.
Líttu í ljóra, líttu upp i ljóra.
Við þetta vaknaði síra Búi og varð litið upp í gluggann,-
og þótti gesturinn fremur ófrýnn, er lá á rúðunni. Kvaðst
prófastur ekki myndi oftar bera brigð á að Móri væri til.
Nokkrir voru það, er gátu þess til, að síra Búa hefði alls
ekki dreymt vísuna, heldur gert þetta af keskni, en hinir
voru miklu fleiri, er trúðu því að alt hefði þetta gerst svo •
sem prófastur sagði frá.
Um siðustu aldamót dó kona á Vesturlandi, er Krist-
ín hét, hún var ekkja og lét eftir sig dóttur eina barna,.
var telpan um fermingaraldur, er móðir hennar dó. Treg-
aði hún mjög móður sína, sem vonlegt var, þar sem hún.
stóð eftir munaðarlaus.
Eitt sinn er hún hafði sofnað venju fremur sorgbitin,
dreymir hana, að móðir hennar kemur til hennar glaðleg
í bragði. Hún strauk hendinni um vanga hennar og kvað^
Við skulum gleyma gráti og sorg,
gott er heim að suúa.
Láttu þig dreyma bjarta borg
húna þeim sem trúa.
Barninu var að vonum mikil huggun að draumnum.
og vísunni.
Ekki alls fyrir löngu voru á Vesturlandi fóstursyst-
kini, var þeim vel til vina. Þau ólust upp við sjó. Hafðí
stúlkan oft orð á því hvað ölduhljóðið seiddi og hver