Skírnir - 01.01.1916, Qupperneq 62
62
Draumljóð.
Skirnir.-
hans druknuðu, varð enginn til að bjóða honum fóstur,.
og var honum því komið til Benedikts prests á Hólum í
Hjaltadal og lagt með honum. Atti hann allstrangt upp-
eldi hjá fóstra sínum, sem þótti lítt mjúklyndur.
Áður en börnunum var ráðstafað dreymdi önnu Þor-
leifsdóttur, ömmusystur Friðriks og þeirra systkina, er
annaðist börnin, að Kristín móðir þeirra kæmi á glugga
yfir rúmi því er hún svaf í ásamt yngstu börnunum. Var
Kristín sorgbitin og kvað:
Harmaljárinn hjartað sker,
hrygðin sár vill spenna.
Priðrik stár i muna mér,
min því tárin renna.
Anna dóttir Friðriks hefir sagt mér frá þessu.
Það er í munnmælum að prest, er hafði í hyggju
að breyta um brauð og býli, hafi dreymt vin sinn látinn.
Hygst prestur að fá hjá honum vitneskju um framtíð sína
og þykist kveða:
Hvar á að hyggja? Hvernig fer?
Hvar á að hera að landi?
Hvað á að tryggja hag minn hér?
Hvað á að liggja fyrir mér.
Þykir honum vinur sinn svara:
Það um varðar þig ei grand,
þér á að nægja vonin.
(tuö ákvarðar lif og land,
lán, húgarða, auð og stand.
Og fékk prestur ekki frekari úrlausn.
Þá er að lokum sú sagan er eg tek ábyrgð á, að sé
sönn og rétt frá skýrt, því eg heyrði í æsku föður minn,
Guðmund prófast Einarsson, segja hana oftar en einu sinni;
hafði hann sjálfan dreymt vers það er henni fylgir og
kveðið það að nokkru leyti sjálfur í svefninum.
Faðir minn var um langt skeið þingmaður Dalamanna.
A þingvistum sínum kyntist hann eitt sinn ungum náms-
manni, er þá var þingskrifari. Maður sá var glaðlyndur