Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 65
Draumur.
»Eg svaf illa í nótt«, sagði Pálmi, »mig dreymdi erfið-
an draum og eg gat ekki sofnað lengi eftir að eg hrökk
UPP-
Mig dreymdi að eg var veikur og bróðir minn var
líka veikur og mér þótti læknirinn hafa sagt, að við gæt-
um ekki með nokkru móti lifað lengur en til kvelds. Það
var um miðjan dag og við vorum þar, sem við áttum
heima börn. Eg fann ekkert til líkamlega, en eg háttaði
þegar. Bróðir minn lá í rúmi skamt frá mér. Hann er
Ijóshærður, en mér sýndist hárið dökt og eg tók eftir
því, að hann var ákaflega fölur. Náhvítur. Eg varð
óstjórnlega hræddur, hjartað barðist eins og það ætlaði að
springa. Skyrtan mín var blaut af svita og eg fann
hvernig straumarnir runnu niður andlitið. Móðir mín
stóð hjá rúminu. Hún var alvarleg eða döpur í bragði,
en þó róleg að sjá. Hún kom með aðra skyrtu.«
»Þú segist hafa orðið hræddur«, sagði eg. »Fanst
þér svo óttalegt þótt þú ættir að deyja stundinni fyr en
þú hyggur að muni verða. Hvað fanst þér óttalegt við
dauðann?«
»Vissan«, sagði Pálmi, «alveg eins og færi fyrir þér
ef þú vissir að þú ættir óumflýjanlega að deyja eftir
nokkra klukkutíma. Ef þú ættir til dæmis að deyja i
kveld, þótt þú sért nú heill heilsu. Draumurinn var svo
raunverulegur, að mér var ómögulegt að finna annað en
það væri alt að gerast í, vöku. Mér fanst svo hræði-
legt að eiga að hverfa inn í myrkrið og eiga að skilja
5