Skírnir - 01.01.1916, Síða 68
68
Draumur.
Skírnir.
hræðslunni, halda henni fyrir framan aðrar hugsanir mín-
ar, það voru síðustu forvöð.«
»Skelfing hefirðu tekið út í svefninum«, sagði eg, »eg
'held helzt að þessi draumur hefði engin áhrif haft á mig.«
»Eg gat samt ekki lengi haldið þeirri hugsun,« sagði
Pálmi, »hún þoldi ekki að endurtakast, og eg varð aftur
undir í viðureigninni við dauðaóttann. Eg fór að reyna
að biðja guð, en hugur fylgdi þar ekki huga, því eg þekti
ekki guð, trúði því ekki að hann gæti gert neitt fyrir
mig. í vöku hefir mér fundist eg geta trúað á kraft
bænarinnar, en þarna í draumnum var eg alveg trúlaus«.
»Og þá kom læknirinn inn. Hann leit á mig. Nú, það
er svona, sagði hann, hann er að skilja við. — Eg rauk
upp í rúminu. — Þér ljúgið, sagði eg, eg man hvað eg
átti bágt með að tala, tungan vafðist mér um tönn, eg
"var eins og þrumu lostinn af skelfingu, mér fanst sálin
vera i ógurlegustu kvölum, en likaminn óviðkomandi hlut-
ur utan við hana. Mér fanst líkaminn vera dauður og
sálin vera að deyja. Þér ljúgið hvíslaði eg, eg er ekki
að deyja, eg er frískur. hefi aldrei getað hugsað betur —
þarf að skrifa, skrifa og verða frægur. — Eg fann
hvernig hræðslan þrengdi sér að mér, þung, þung, alt var
fult af henni kring um mig, loftið var þykt svo það komst
ekki upp í mig og hugsanirnar rákust á hana — þessar
hugsanir, sem eg hafði verið íað leita að, sem áttu að
gera mig frægan, þær rákust á hana og duttu niður i sjálf-
ar sig, eyðilagðar um aldir alda. — Skrifa, skrifa og verða
frægur,— verða frægur, lifa, lifa! og eg vaknaði.«
Pálmi settist niður og lét í pípuna sína. Hann fór
hægt að því. Hann settist niður eins og hann væri dauð-
þreyttur, augabrýnnar voru dálítið ofar en vant var, var-
irnar skulfu dálítið — það voru drættir í andlitinu, sem
eg hafði séð þar áður og skildi nú hvernig stóð á. Aug-
un voru stærri en vanalega, augasteinarnir sýndust miklu
stærri. Hann sat þegjandi stundarkorn og hélt á pípunni,
svo tók hann eldspýtur, kveikti í henni og leit á mig bros-