Skírnir - 01.01.1916, Page 72
72
Utan úr heimi.
Skirnir..
Rikisþingið Bamþykti óðara lög é.Jágúat 1914, sem gafujstjórn-
inni heimild til aðgeraallar nauðsynlegar ráð-
stafanir á atvinnusviðinu. Auk þess voru þá samþykt
önnur lög, sem gáfu yfirvöldunum heimild til að á]k v e ð a
háverð á matvælum, að viðlögðum ströngum refsingum, ef
menn seldu dýrara, og eignarnámi, ef menn vildu ekki selja. Nú
var því víða ákveðið háverð á vöru í smásölu, en það kom að til-
tölulega litlu gagni vegna þess, að bæði var verðið ekki sett til—
tölulega jafnhátt alstaðar, og ekki alstaðar sett háverð, og menn
seldu því birgðirnar þar, sem verðið var hæst. Auk þess var ekkert
háverð á vörum í heildsölu. Af þessu leiddi verðhækkun þá,*er
sést af töflunni. Meðalverð í mörkum fyrir 1000 kg.
Júlí Hveiti. 206 Rúgur. 174
Ágúst 225 194
September 21—26 250 224
26.—3. október 247 222
Október 5.—10 252 224
12.—17 260 228
19. 24 267 234
Verðið á hveiti og rúg, sem hafði verið fremur hátt í ágúst—
mánuði, hækkaði jafnt og þótt. Verðhækkunin á hveiti svaraði til
30% og á rúg 50 %• Sama máli var að gegna um aðrar kornteg-
undir.
Sambandsstjórnin neyddist því til að ákveða h á v e r ð á r'ú g
og hveiti í öllu ríkinu með tilskipun 28. okt. 1914. Verðið
var heildsöluverð á þýzku korni og var ákveðið álíka hátt og
markaðsverð á þeim tíma. Tilgangurinn var því einungis að koma
í veg fyrir frekari verðhækkun, en ekki að setja sórstaklega lágt
verð. Ætlunin var að neyztan mundi minka, vegna þess hve hátt
verðið var, og að þessi ráðstöfun mundi nægja. Eigandi var skyldur
að láta birgðir sínar af hendi til sveitarstjórna, ef krafist yrði. Auk
þess var skipað fyrir að blanda hveiti með rúg, rúg með kartöflu-
mjöli, bannað að fóðra húsdýr með brauðkorni, ölgerð og brenni-
vínsframleiðsla minkuð að miklum mun.
Brátt sást samt, að ráðstafanir þessar voru ófullnægjandi. Að-
atgallinn var, að háverð var aðeins sett á einstöku vörutegundir.
Þar sem skortur var á ö 11 u m matvælum gátu því hinar vörurnar,
sem ekki var sett háverð á, stigið upp úr öllu valdi, og auk þess
var ekkert háverð á mjöli nó brauði, svo að hægt var að selja það>