Skírnir - 01.01.1916, Side 74
74
Utan úr heimi.
Skírnir.
ar óeyddar, þangað til þeirra yrði krafist. Allir voru skyldir að
greina frá, hve miklar birgðir þeir hefðu af vörum þessum. Kaup-
verðið er sett af sveitastjórnum í námunda við háverðið, og mjöl-
verðið eftir kornverðinu.
Með þessari tilskipun tókst ríkið á hendur einkaverzlun
áþýzkum kornvörum (ekki útlendum) og framvegis hefir
,því enginn umráð yfir sölu á þ/zkum kornvörum nema ófrið-
arkornvörufólagið. Eigendurnir urðu að geymendum birgðanna,
mylnurnar komust í þjónustu ríkisins, mjölverzlanir og brauðgerðar-
•hús o. fl. urðu að úthlutunarstöðum.
Nú var ekki að eins að ræða um eftirlit, heldur einnig aukinn
neyzlusparnað, og var því sett á stofn ríkisniðurjöfnunar-
s t o f n u n (Reichsverteilungsstelle), sem ákveður í samráði við
ófriðarkornvörufélagið niðurjöfnun birgðanna til sveitastjórna, sem
svo eiga að annast frekari úthlutun. Uthlutuninni er nú orð-
ið alstaðar hagað þannig, að hverjum manni eru fengnir í hendur
brauðmiöar, sem gefa tilkall til ákveðinnar brauðstærðar fyrir
ákveðið verð. Ollum er þannig s k a m t a ð jafnt úr hnefa. Mönn-
um hefir reiknast til, að neyzlan á kornvörum hafi þannig verið
færð niður um 39—50°/0. Neyzlan hefir minkað mest í sveit-
inni og hjá efnalitlu fólki í bæjunum, sem ekki hefir haft ráð á
aö neyta kjöts o. fl. að jafnaði.
Á þenna hátt tókst Þjóðverjum að láta kornbirgðirnar endast
til næstu uppskeru, og það jafnvel svo, að 15. ágúst var 700000
lesta afgangur af korni.
Þegar leið að uppskerunni 1915, fóru menn að ræða hvernig
kornvörustefnan ætti að vera næsta uppskeruár. Loks var gefin
út tilskipun 28. júnf um ófriðarhagsstefnu ríkisins.
Tilskipun þessi er að mestu einungis heildaryfirlit yfir lög þau
sem gerð höfðu verið árinu áður. Þó er framkvæmdarvaldið nú
víða faliö sveitafólögum. Þannig er af sveitafélögum lagt hald á
alt brauðkorn þessarar uppskeru, en þann hlutann, sem þau þurfa ekki
á að halda, fá þau í hendur ríkiskornforðabúri, sem sór
um hvað við það verði gert. Verðið á brauðkorni er sett álíka
hátt og í vetur sem leið.
B. Annar flokkur matvælanna er k j ö t i ð. Framan af var
bannað að slátra ungum kúm og kálfum, til þess að reyna
að koma í veg fyrir að bændur skæru bústofninn niður, vegna fóð-
urskortsins og verðhækkunarinnar á kjöti. Þessi slátrunarbönn
minkuðu slátranir, en þá varð fóðurskorturinn enn tilfinnanlegri