Skírnir - 01.01.1916, Qupperneq 75
Skirnir.
Utan úr heimi.
57
og auk þess át kvikfónaðurinn þá kornvórur, sem annars mundu
hafa verið hafðar til manneldis. Bönnum þessum var þvi lótt af,
en ýmislegt gert til að auka fóðurbirgðir, brennivínsframleiðslan
•minkuð, ýms sykursambönd notuð til fóðurs, því að af sykri var
meira en nóg til vegna útflutningsbanns o. s. frv. En þar sem
mönnum taldist að Þ/zkaland skorti 6 milj. lesta af fóðurvörum
auk kartaflna, þá var eins/nt, að eiua ráðið til þess að láta birgð-
'irnar nægja, var að s k e r a n i ð u r að meira eða minna leyti.
Hægt var að fá menn til þessa á tvennan hátt: gera kvikfjárrækt
óarðberandi með því að hækka verð á fóðri, auka eftirspurn eftir
kjöti á einhvern hátt svo að verðið hækkaði.
1. Alt fyrsta árið var fóðurverðið of lágt til að geta vegið á
móti verðhækkuninni á kjöti, og gat því ekki gert kvikfjárrækt-
ina óarðberandi. Ein af ástæðunum til þess var, að um leið og
háverð var sett á rúg og hveiti, var sett mjög lágt háverðá
k 1 í ð og b y g g, til þess að freista manna ekki til að fóðra með
brauðkorninu.
Til þess að minka notkunina á h ö f r u m, var f janúar banuað
að gefa öðrum d/rum en hestum hafra, og var ákveðin viss gjöf
á hest; 13. febrúar 1915 var svo háverðið h æ k k a ð. Þessi
ráðstöfun þótti samt ekki nægja; var þvi jafnframt verðhækkun-
inni komið á einkaverzlun á þ/zkum höfrum, og var
hún fengin í hendur heyfangamiðstöðinni. Auk þess
fókk hún í marz einkaverzlun á b y g g i.
Hinn 12. febrúar var aðdráttarfólagi bænda — eins-
konar kaupfólagi — veitt umboðsstjórn og einkasala á öllu s y k-
urkendu fóðri, og loks var því svo í rnarz fengin í hendur
einkaverzlun með k 1 í ð. Algert einkaleyfi fékk fólagið 4. apríl,
þegar fyrirskipað var, að ekki mætti verzla með neitt þj'zkt
kraftfóður annarstaðar en f félaginu, og voru því fengnar í
hendur allar birgðir, sem ætlaðar voru til sölu í landinu. Aðdrátt-
arfólagið selur svo sveitunum fóðrið. Ríkiskanslarinn ákveður verðið.
Einkaverzlun þessi átti að eins að standa yfir til 31. maí, en hefir
verið framlengd.
Utan allrar þessarar tilhögunar voru kartöflurnar, sem
kallaðar eru varasjóður Þjóðverja, og hafa þær verið óvanalega
mikið notaðar í þessum ófriði bæði til manneldis og skepnufóðurs.
í desbember var sett h á v e r ð á fóðurkartöflur. Kartöflur voru
þó með þessu háverði ódyrasta skepnufóðrið og voru því notaðar
•til þess, en komu ekki á markaðinn. Hið lága háverð hafði þvf