Skírnir - 01.01.1916, Page 77
"Skírnir.
Utan úr heimi.
77
Vistafangastjórn hersins sk/rir hervistafangamiðstöðinni frá mánað-
. arþörfum hersins af matvælum og jafnar hún svo vistakröfunum
niður á sveitafólagin samkvæmt birgðask/rs'um, sem gerðar eru
mánaðarlega í hverri sveit. Sérstakar sveitanefndir sjá svo um
útvegun birgðanna frá bændum, fólögum og kaupmönnum. Verðið
er sett af fastri netnd eftir aðalmarkaðsverði á kornvörum í land-
inu. Bæði landbúnaðurinn og kornvöruverzlanir eiga fulltrúa í
nefnd þessari.
Auk þessarar stofnunar er einnig ríkisinnkaupa stofn-
un í Hamborg. Kanpir hún sórstaklega allar þær útlendar vörur
sem herinn þarfnast.
*
*
Þjóðverjar byrjuðu með því að setja háverð á brauðkorn. En
þegar skortur er á allskonar matvælum, þá er það ekki nóg, held-
ur þarf að koma skipulagi á neyzluna. Og e i n a r á ð i ð til að koma
því í framkvæmd, þannig að hvorki neyzlan verði of mikil né
verðið of hátt, fyrir almenning, er að ríkið leggi löghald á mat-
vælabirgðirnar og s k a m t i öllum úr hnefa. Eftir því sem
minkað befir um matvæli í Þýzkalandi, hefir þetta náð til
fleiri vara, en þar sem því hefir verið komið á, hefir það nægt,
þó að menn hafi auðvitað orðið að hafa minna viðurværi en áður.
Varla er hóðan af hægt að búast við því, að Þjóðverjar verði
.sveltir inni.
III,
í upphafi ófriðarins leit út fyrir að þýzkur i ð n a ð u r mundi
verða hart leikinn í ófriðnum. Atvinnurekendur höfðu ekki búið
sig undir ófrið, og var því útlit fyrir, að verksmiðjurnar mundi
brátt skorta vöruet'ni þau, sem þær fengu vanalega frá út-
löndum, auk þess sem útlandamarkaðurinn fyrir iðnaðarvörur lok-
aðist að mestu. Þar að auki var fjöldi verkamanna kvaddur í
herþjónustu. En bráðlega kom nú eftirspurn h e r s i n s eftir iðn—
aðarvörum í stað eftirspurnarinnar frá útlöndum. Þjóðverjar sáu
skjótt, að í ófriði þessum var einna mest undir því komið, að sem
mest af iðnaðinum ynni í þjónustu hersins, og til þess að koma
því til ieiðar og koma skipulagi á framleiðsluna, voru nú gerðar
ýmsar ráðstafanir.
Hinn 13. ágústmánaðar 1914 var stofnuð deild í stjórnar-
ráði hermálanna, stjórnardeild fyr|ir hervöruefni
(Kriegsrohstoffabteilung), sem á að sjá hernaðariðnaðnum fyrir næg-